Saga - 1967, Page 24
316
TRAUSTI EINARSSON
mjög sennilegt, að þetta skeið svari til kuldaskeiðs, sem
vitað er að gekk yfir landið — og önnur lönd — frá og
með 2500 árum B.P. (3). Hafa þá aurarnir frá því skeiði,
bæði hér og í Affallsdal, haft um 1000 ár til að gróa upp
fram að landnámi.
Hvítanes og dalurinn í hvolnum.
Hér skal nú staldrað við og litið á tvö atriði í Njálu í
ljósi þess, að hinn fyrri niðurgrafni farvegur Affalls eða
Affallsdalur hinn fyrri var til á söguöld. Hann hafði, eins
og nú er Ijóst, flatan breiðan botn, þakinn sendnum jarð-
vegi. Beggja megin takmörkuðust þessar sléttu grundir
af gróinni brekku, 1—3 m hárri. Um dalinn liðaðist lítil
tær á, líkt og nú, sem ekki gat verið neinn farartálmi.
Gegnt Kanastöðum féll Bleiksá út í dalinn, komin ofan
úr Fljótshlíð og sennilega meiri en dalslækurinn, og er
þá ekki ólíklegt, að hún hafi ráðið landamörkum. Vorsa-
bær stóð gegnt nesi, sem varð milli Bleiksár og Affalls-
dals, og ef rétt er til getið, að Bleiksá hafi ráðið löndum,
átti Vorsabær þetta nes. Þar hagaði vel til fyrir þing-
hald: sléttar grundir í dalnum, en að baki brekka mót
suðri, ákjósanlegt stæði fyrir tjöld eða varanlegar búðir;
neyzluvatn var nærtækt í dalslæknum. Lægstu svæði grund-
anna á nesinu, og þó einkum þar sem Bleiksá féll út á
þær, voru mýrlend, og gat þar verið tilefni til nafngift-
arinnar Hvítanes. Aðstaða virðist því slík, að hér hafi
getað verið hið forna Hvítanes. Af Njáls sögu (107. kap.)
virðist mega ráða, að á 13. öld hafi á Hvítanesi sézt leifar,
er sýndu „búðartóftir margar og umbrot mikil“. Á tveim-
ur stöðum á „Hvítanesi" hefur Affall á síðara skeiði graf-
izt inn í brekku, og hafi búðir staðið á öðrum hvorum þess-
ara staða, eru þær með öllu horfnar. En þau svæði eru
miklu stærri, sbr. 1. mynd, þar sem árgröftur hefur ekki
náð svona langt. Virðist ástæða til, að fornleifafræðingar
athuguðu þau nánar. 1 því sambandi er rétt að hafa í