Saga - 1967, Blaðsíða 32
324
TRAUSTI EINARSSON
hverju leyti svara til áfoks frá framburðarbreiðunni í
miklum austanstormum.
Von mín að geta stuðzt við öskulag til aldursgreining-
ar jarðvegslaga varð því að litlu sem engu, í fyrsta lagi
vegna þess, að á þessu svæði vantar hin þykku ljósu ösku-
lög, sem aldursgreind hafa verið og auðþekkjanlegust eru,
en í öðru lagi vegna þess, sem nú var sagt, að dökk ösku-
lík lög í jarðvegi eiga sér sumpart allt annan uppruna en
eldgos, og eru þau vandnotuð á svæðum, þar sem áfok eða
flóð koma til greina.
Ströndin á myndunartíma sandbreiöunnar.
Frá Krossi má fylgja hinu slétta sandlagi, þöktu um
60 cm jarðvegi, alveg út að Landeyjasandi, sem er sjávar-
kampur rúmlega 1 km á breidd og nokkrum metrum hærri
en baklandið. Tilsvarandi sjávarkampur var vafalaust til,
þegar sandbreiðan myndaðist, — að baki honum rann
vatnið, sem bar fram sandinn, — og af áðursögðu er þá
Ijóst, að innri mörk þess kamps hafa verið á svipuðum
stað og þess núverandi eða ef til vill nokkru utar. Um
ytri mörkin, þ. e. ströndina, er erfiðara að segja, hún hef-
ur sennilegast verið á mjög svipuðum stað og nú. Þar sem
stöðugt berst efni til strandarinnar með ánum og það
dreifist af sjávargangi meðfram henni, ætti hún að hafa
færzt fram um eina 2 km frá myndunartíma sandbreið-
unnar, ef ekki kæmi eyðing til. En sjórinn breytir sand-
inum við ströndina í mél, sem berst burt með straum-
um, og niðurstaðan er sýnilega sú, að síðastliðin 2000 ár
eða svo hefur jafnmikið eyðzt og að borizt, ströndin hef-
ur verið í stórum dráttum í jafnvægi. Minni háttar breyt-
ingar um nokkur hundruð metra fram og til baka kunna
þó að hafa fylgt í kj ölfar tíðarfarssveiflna. Á síðustu hálfri
öld er og hugsanlegt, að skipsflök hafi valdið nokkurri
útfærslu hennar, þar eða ströndin færir sig að jafnaði
út fyrir flökin.