Saga - 1967, Blaðsíða 8
302
BJÖRN ÞORSTEINSSON
fræðimenn hafa ályktað, þá er hitt líklegra, að hér sé um
reiðustóla úr kór Grundarkirkju að ræða og hafi biskups-
stóllinn verið hugsaður sem celebrantsstóll, en hinn ætlað-
ur öðrum presti staðarins og djáknastóllinn sé farinn for-
görðum. Það skyldu vera tveir prestar á Grund og einn
djákn, eins og áður segir. Um skeið hafa stólarnir þrír
haldizt í eign kirkjunnar, því að 1613 eru stólar 3 skomir
taldir meðal eigna hennar.
1 miðreit spjaldsins framan á Biskupsstólnum telja
menn sig greina bókstafinn A og hafa ályktað, að hann
hafi verið ætlaður Ara lögmanni Jónssyni, bróður Þór-
unnar á Grund, en hann átti bú á Möðrufelli í Eyjafirði
í nágrenni Grundar. Sumir hafa því nefnt hann lögmanns-
stól, en sú nafngift er vafasöm, hvað sem áletruninni
líður. Sennilega er stóllinn minningargripur um Jón Ara-
son, síðasta kaþólska biskupinn á Norðurlöndum, og gerð-
ur sem kórstóll handa presti fyrri hluta vetrar 1550—51.
Grundarstólarnir eru báðir smíðaðir úr birki íslenzku,
eik og furu, og er birkið einkum í stuðlum, böndum og
bakrimlum eða þeim hlutum, sem mest eru myndskreyttir.
Stílfræðilega eru þeir rómanskir síðgotungar, en þó vel
snotrir og skurðurinn með því bezta sinnar tegundar, sem
varðveitzt hefur hér á landi. Kristján Eldjárn þjóðminja-
vörður segir, að hægt sé að rekja gerð og lag slíkra stóla
aftur eftir miðöldum. í svipmótinu „eimir eflaust eftir
af ættareinkennum þeirra virðingarsæta, er fornir höfð-
ingjar létu gera sér.“J) Bakstuðlar enda á dýrshöfðum
út til begga hliða. Engar armbríkur eru á stólunum, en
framstuðlar enda í heilskornum myndum, hana og hænu
að því er virðist á minni stólnum, og er höfuðið brotið af
hananum, en dýrshöfuð standa út til hliðanna á biskups-
stólnum, og þar upp af eru mannslíkön; maður situr og
slær hörpu á hægra stuðli og er höfuðbrotinn, en vinstra
megin situr annar og heldur um einhvers konar sívaln-
1) Hundrað ár í þjóðminjasafni, nr. 6(5,