Saga


Saga - 1967, Page 44

Saga - 1967, Page 44
336 HARALDUR SIGURÐSSON furðu mikið til Isolanda Vínlandskortsins. Þessi saman- burður verður þó enn gleggri ef litið er á Insula de ureslant (Island) á Kunstmann II. Er þá röðin komin að Grænlandi, tortryggilegasta hluta kortsins og þeim, sem mestum heilabrotum hlýtur að valda, því að óneitanlega ber landið fremur svip 19. eða jafnvel 20. aldar en hinnar 15. Þótt mótsögn kunni að virðast, er það þó gerð Grænlands, sem sættir mig bezt við, að Vín- landskortið sé fornt. Væri hér um nýlega fölsun að ræða, mundu þeir, sem þar unnu að, hafa varað sig og gætt þess betur, að landið færi ekki of nærri réttu lagi. Skelton eyðir löngu máli í glímu við þetta verkefni. Iíyggur hann helzt að Vínland og Grænland séu dregin eftir fornu korti af íslenzkum rótum, þótt hann fullyrði það raunar ekki. Nú er alkunnugt, að bæði Islendingar og Norðmenn hugðu Grænland skaga mikinn suður og vestur í haf frá meginlandi norðanverðrar Evrópu. Fornar bækur beggja þjóða eru sammála í þeim efnum, og ekkert bendir til, að sú skoðun hafi breytzt fyrr en landaleit í Norðurhöfum og kort byggð á þeim kollvarpa hugmyndunum um landsamband þetta. Það verður að telj- ast með ólíkindum, að Islendingar hafi dregið upp kort af Grænlandi, sem var í beinni mótsögn við allt, sem vitað er um landskipunarhugmyndir þeirra. Skelton gerir ráð fyrir íslenzku korti og styðst við ummæli Resens biskups, er hann segist á korti sínu 1605 fara eftir aldagömlu korti íslenzku, illa gerðu, „ex antiqua quadam mappa rudi modo delineata, ante aliquot centenos annos, ab Islandis“. Því má bæta hér við, að Louis Bobé segir frá því í Meddelelser om Gronland (LV, 1, bls. 6), sem prentað var í Kaup- mannahöfn 1936, að þegar Kristófer Hvítfeld fór af ís- landi 1541 hafi hann tekið með sér kort af siglingaleið- inni til Grænlands, „et Sokort at segle til Gronland“. Orð þessi eru innan tilvitnunarmerkja hjá Bobé. Ekki hefur mér heppnazt að finna heimild hans fyrir þessu, en dreg ekki frásögnina í efa. Er þá talinn sá fróðleikur, sem mér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.