Saga - 1970, Síða 8
6
ARNÓR SIGURJÓNSSON
að semja íslendingabók;------hefur kirkjunnar mönnum
ekki verið miður kunnugt um frásagnir1) af löggjöfum,
sem fært höfðu þjóðum sínum lög. Þær var að finna í
bókum“. í biblíunni segir frá Móses, sem færir þjóð
sinni lög, og í alfræði Isidórs er getið um Phoroneus kon-
ung, er setti Grikkjum lög, Lýkúrgus, sem setti Spart-
verjum rétt, Sólon, sem gaf Aþenumönnum lög, Merkúríus
Trimegistus, er færði Egyptum fyrstur lög, Núma Pompi-
líus, er færði Rómverjum lög. „Hefur þá orðið fyrir mönn-
um óljós fróðleikur um Úlfljót.-----Ari heldur þessari
fátæklegu vitneskju til haga, færir hana í búning, sem
átti sér fordæmi á bókum annarra lærðra manna og ritar:
„En þá er ísland var víða byggt orðið, þá hafði maður aust-
rænn fyrst út lög hingað úr Noregi, sá er Úlfljótur hét.
Svo sagði Teitur oss“.
Vissulega er þetta miklu öruggari heimild um það,
hvemig Sigurður Líndal hefur lært fræði sín í Háskóla Is-
lands og hvemig aðrir læra sín fræði þar og í öðrum skól-
um nú á mörgum árum. Þeir færa þau í „búning, sem átti
(eða á) sér fordæmi í bókum annarra lærðra manna“, og
dettur ekki í hug, að önnur leið sé til í listinni að læra.
Auðvitað trúa þeir því, að Ari fróði hafi ekki vitað meira
um liðinn tíma þjóðar sinnar en þeir, sem nú sækja sitt
langa nám vísindanna. En hann var prestlærður, og því
hlýtur hann að hafa lesið um Móses í biblíunni, og þeim
þykir jafnvel sennilegt, að hann kunni að hafa lesið Al-
fræði Isidórs frá Sevilla, fræðirit í 20 bókum (Etymo-
logiarum Libri XX), því að í fimmtu bók þess rits sé
sagt frá nokkrum löggjöfum. Þetta sé jafnvel fullvíst, því
að lærðir menn apa allt eftir bókum, annars væru þeir
ekki lærðir. Sigurður Líndal vitnar svo í fimmtu bók
Etymologiarum á latínu, sem hann þýðir á íslenzku (fyrir
ólærða menn) til þess að sanna, að þarna höfum við Úlf-
1 Þ. e. Kirkjunnar mönnum hefur verið jafn kunnugt um erlendar
frásagnir.