Saga - 1970, Side 10
8
ARNÓR SIGURJÓNSSON
eigi heldur byggð á könnun hans á efninu, heldur hástemmd
og aðsópsmikil yfirlýsing um það, að hann fylgi tízkunni,
og nokkur hugleiðing um, á hverju sú tízka er reist.
Hér verður þessi tízka tekin til nokkurrar umræðu og
Sigurði Líndal sýnd sú virðing sem aðalfulltrúa hennar
að fara að miklu leyti í slóð hans. Hér verður efnið ekki,
fremur en af honum, tekið til gaumgæfilegrar könnunar,
enda hefur eigi tími til þess unnizt. Það verður ekki hug-
leiðing lærðs manns, heldur manns, sem aðeins hefur
tveggja vetra skólanám að baki, aðeins hugleiðing áhuga-
manns um íslenzka sögu, íslenzkt þjóðlíf og íslenzk þjóð-
félagsmál. Svo verður líklega að skoða þessa hugleiðingu
þannig, að hún sé að einhverju leyti bundin gamalli skoð-
anatízku, sem hefur verið vakin og brýnd af lærdómstízku
hins nýja tíma.
Kennt var fram á þessa öld, að sögu þjóðarinnar á Þjóð-
veldisöldinni bæri að skipta í fimm tímaskeið, landnáms-
öld 870—930, söguöld 930—1030, friðaröld 1030—1117,
ritöld 1117—1200 og Sturlungaöld 1200—1264. Síðar varð
mönnum ljóst, að öll tímamörk þessara „alda“ voru óglögg,
nema hið fyrsta, 930. Þá auðnaðist Islendingum að leysa
af hendi sitt mesta afreksverk, sem þeir hafa af hendi
leyst sem þjóð: að safna sundurleitum landnámsmönnum
í aðgreindum byggðum undir ein lög skipulegs þjóðfélags.
Engar heimildir eru til um annað en að þetta hafi gerzt
orustu- og vígalaust, þó að landnámsmennirnir kæmu hing-
að flestir sem víkingar og uppreisnarmenn á flóttaferli.
Þetta þjóðfélag var þar að auki frumlegt að þvi leyti,
að það var engu öðru þjóðfélagi líkt um ýmisleg efni. Og
það var friðsamara en flest eða öll önnur kunn þjóðfélög
á sama tíma. Ef saga íslenzkrar þjóðar 930—1264 er
borin saman við sögu þjóða af sama ættstofni, svo sem
Norðmanna eða Orkneyinga, má telja, að hér á landi hafi
verið samfelld friðaröld, og er þá Sturlungaöldin ekki
undanskilin. Hér tókst jafnvel að skipta um trúarbrögð