Saga - 1970, Page 12
10
ARNÓR SIGURJÓNSSON
Svo skulum við líta á það, hvað í tíundarlögunum fólst
og því, er fylgdi þeim.
1. Með tíundarlögunum var tryggður grundvöllur krist-
innar kirkju á fslandi. Hún varð þá sjálfstæð og voldug
stofnun og stóð á þeim grundvelli fram til upphafs þess-
arar aldar, sem við lifum nú. Tíundin var fast á kveðinn
skattur á eign (og um leið á tekjur af eign) allra bjarg-
álna manna á landinu, tíundi hluti lögvaxta af eign þeirra,
en lögvextir voru þá 10% á ári hverju. Ekki fékk kirkjan
samt í upphafi óskoruð umráð yfir öllum þessum tekjum,
tíundinni, heldur aðeins 14 hennar. Tíundin skiptist í fjóra
staði, biskupstíund, er kirkjan fékk þegar í stað óskoruð
umráð yfir, preststíund, kirkjutíund og fátækratíund.
2. Prests- og kirkjutíund féll í fyrstu aðallega í hlut
auðugra stórbænda, er áttu nær allar kirkjurnar, enda
höfðu þeir reist þær á ábýlum sínum. Þeir höfðu um leið
tekið á sig þá skyldu að sjá um helgihaldið í kirkjunum.
Gerðust margir þeirra prestar sjálfir, en að öðrum kosti
héldu þeir presta sem einskonar vinnuhjú. Til er tímasett
skrá eða skýrsla um 10 presta af höfðingjaættum í hverj-
um landsfjórðungi, og er lögsögumaður landsins fyrstur
nefndur á þeirri skrá, en hann var þá Austfirðingur.
Þetta er fororð skrárinnar: „Þessi eru nöfn nokkurra1
presta kynborinna íslenzkra“. En eftir nöfnum þeirra seg-
ir: „Prestanöfn þessi voru rituð, þá er þeir lifðu allir, á
dögum þeirra Ketils og Magnúss biskupa íslendinga og
Vilmundar ábóta á Þingeyrum 1143 vetrum eftir burð
Ki'ists að alþýðutali. En Ketill Hólabiskup andaðist tveim-
ur vetrum síðar í Skálholti föstudag í sólarsetur. Þá var
octabas apostolorum Petri et Pauli. Svo sagði Magnús
biskup Ara fróða, er sjálfur var við andlát hans“T
Þessi sameign og samstarf kirkjunnar íslenzku og ís-
lenzkra ríkisbænda varð í fyrstu til þess, að kirkjan ís-
lenzka varð þjóðkirkja, þó ekki héldist slíkt lengi. f annan
1 Letri breytt hér. Skráin er nr. 29 í D. I. I.