Saga - 1970, Side 13
KVEIKURINN 1 FORNRI SAGNARITUN 11
stað varð það til þess, að íslenzku stórbændaættirnar
urðu stórauðugar af jarðagózi, því að til þess veitti bæði
innheimta preststíundarinnar og kirkjutíundarinnar og
tekjurnar af þessari tíund þeim drjúga aðstöðu. Loks
leiddi þetta til þeirrar baráttu, er brátt hófst milli ís-
lenzkra veraldlegra höfðingja og kirkjunnar hér á landi,
er biskupar gerðust fulltrúar hins alþjóðlega kirkjuvalds.
Sú saga verður ekki rakin hér, heldur aðeins bent á rök
hennar, og þess, að þar vann kirkjan á jafnt og stöðugt.
3. Fjórðungur tíundarinnar skyldi leggjast til fátækra.
Hér var mannúðarstefna kirkjunnar að verki. Þessa tíund
tók kirkjan aldrei í sínar hendur, heldur var hún lögð á
vald hreppanna. Engin heimild er til um það, hvenær til
hreppanna á íslandi var stofnað, en eðlilegast sýnist, að
stofnun þeirra hafi verið ákveðin um leið og tíundin.
4. Gerð var allsherjartalning á öllum þeim, er tíund áttu
að greiða. Þetta manntal, sem þá var einstætt í sinni röð,
sýnir að allt þjóðfélagið var tekið til rækilegrar athugun-
ar. Þetta manntal er þó ekki meðal þess merkilegasta, sem
gert var á þessum tímahvörfum, heldur er þess getið vegna
þess, að ótvíræðar heimildir eru um, að það var beinlínis
gert í sambandi við tíundarlögin.
5. Miklu mikilvægara var, að allar jarðeignir landsins
hafa verið metnar, sett á þær fast og samræmt mat, er
hélzt óbreytt að kalla til 1861, og þeim matsgrundvelli,
sem það var reist á, haldið til 1920. Ari fróði segir beinlínis
í þeim málsgreinum, sem tilfærðar hafa verið hér að fram-
an, að það hafi verið gert í sambandi við setningu tíundar-
laganna, enda hefðu þau ekki verið framkvæmanleg án
slíks mats. Raunverulega þykja honum það mestar „jar-
teiknir“, þ. e. kraftaverk þess, sem þá tókst að fá fram,
að takast skyldi að koma jarðamatinu á, enda hlaut slíkt
að vera geysilega erfið framkvæmd á þessum tíma. Sam-
kvæmt orðanna hljóðan mætti skilja frásögn Ara þannig,
að hver og einn hafi metið jörð sína sjálfur. En slíkt er
algerlega óhugsandi, því að matið var samræmt um allt