Saga - 1970, Síða 14
12
ARNÖR SIGURJÓNSSON
landið, og svo vel samræmt, að það hélzt um 8 aldir. Það
hlýtur því að hafa verið gert af völdum matsmönnum
með trúnaðarmönnum um allt land. Það sem Ari á við
með því, er hann segir, að „fé allt var virt með svardög-
um“ og „sóru, að rétt virt væri“, er eflaust aðeins það,
að menn hafa, hver og einn, samþykkt hið samræmda mat
og lofað með svardögum að virða það, enda hefur verið
svo til matsins vandað, að það hefur þótt allrar virðingar
vert. Aðrar heimildir um mat þetta eru ekki til jafn gaml-
ar. En af máldögum Þorláks Þórhallssonar hins helga frá
1179 og síðar er ljóst, að mat þetta hefur verið í efalaus-
um heiðri haft, og svo var æ síðar jafnt í máldögum, gjafa-
bréfum og erfðaskrám allt fram á þessa öld.1
6. Til er Alþingissamþykkt „um fjárlag manna“,2 sem
Jón Sigurðsson taldi, að væri frá því um 1100, og byggði þá
á því, að hún er í sama handriti og tíundarlögin og „þar
kemur fram sama auraverð, sama álnamál og sömu vam-
ingstegundir eins og í tíundarlögum Gissurar biskups.“
Hér gæti því verið um að ræða þann grundvöll, sem lagð-
ur var við þá virðingu á lausum aurum, er Ari talar um í
íslendingabók í sambandi við setningu tíundarlaganna.
Eftir þessu „fjárlagi" hefur verið sett fast mat á allt
lausafé, búpening, jarðargróða, búfjárafurðir, sjávargagn
og vinnu. Þetta hefur verið upphaf Búalaga, þeirra verð-
lagsákvæða, sem voru gildandi í viðskiptum manna hér á
landi, fyrst og fremst fram til 1800, og að nokkru fram
til upphafs þessarar aldar. Um þetta fasta verðlag á lausa-
fé er sömu sögu að segja og um jarðamatið, að tíundar-
lögin gátu ekki án þess staðizt. Það var að vísu reist á
eldri viðskiptavenjum manna, en hefur eflaust ekki verið
lögbundið fyrr eða sett í skipulegt kerfi.
7. Þá á eflaust upphaf sitt á þessum tíma sú tryggingar-
1 Sbr. þetta jarðamatsstarf við hina frægu Domesday Book (sjá
Encyclopædia Britannica), gerða i Englandi 1086 af 7 eða 8 konung-
lega skipuðum kviðdómum, sínum fyrir hvern landshluta. B. S.
2 D. í. I, nr. 23.