Saga - 1970, Blaðsíða 15
KVEIKURINN 1 FORNRI SAGNARITUN 13
löggjöf, sem er einstæð fyrir land okkar á þjóðveldistím-
anum. Samkvæmt þeirri löggjöf skyldi hver bóndi, er
missti % eða meira af nautpeningi sínum, fá sem bætur
frá hreppsbúum sínum allt að 50% af metnum skaða.
Einnig fékk hann þrjú bæjarhús vátryggð gegn eldi, stofu,
búr og eldhús (eða ef bæði var eldhús og skáli á bænum,
mátti hann velja um, hvort vátryggt var) Einnig var
bænahús vátryggt, þar sem það var. Augljóst mál er, að
þetta hefur komizt á annað hvort um leið og fasteigna-
matið eða fljótlega eftir það, enda er þetta einnig eins
konar trygging tíundarinnar, þ. e. trygging þeirrar eignar,
sem tíund var af tekin. Það, að þessi trygging var falin
hreppunum, bendir og fastlega til þess, að hreppurinn ís-
lenzki er stofnun, frá þessum umskiptatíma um 1100.
8. Þá er rétt að geta enn eins, er hófst á þessum tíma
og miklu orkaði fyrir framtíðarþróun íslenzku þjóðarinn-
ar og varð um langan tíma það, sem flest var frá sagt í
sögu hennar. Meðal þess er Ari segir um ágæti Gissurar
biskups er, að hann lét og lög leggja á það, að stóll biskups
þess, er á íslandi væri, skyldi í Skálholti vera, og sam-
þykkti þó síðar, að annar biskupsstóll væri settur á Hól-
um. Með þessu eignaðist kirkjan íslenzka sína tvo höfuð-
staði og ekki aðeins höfuðstaði, heldur mjög auðuga höf-
uðstaði, því að Gissur lagði til Skálholtsstaðar allt Skál-
holtsland og margra kynja auðæfi önnur bæði í löndum
og lausum aurum. Allt, er Skálholtsstaður eignaðist þann-
ig, var auðvitað tíundarfrjálst. Þetta var ekki aðeins for-
dæmi fyrir Hólastað, heldur einnig alla kirkjustaði lands-
ins. Þetta varð til þess, að þeir, er kirkjur áttu á ábýli
sínu og jörð, tóku að gefa kirkju sinni hluta af jörð sinni
og jafnvel fleiri eignir og fengu með því kvaðalaus umráð
yfir þeim eignum bæði fyrir sjálfa sig og sína erfingja, er
á jörðinni bjuggu, og var það, meðan á hélzt, betra en eiga
jörð og bú og greiða tíundir af. En síðar urðu þessar kvaða-
lausu kirkjueignir mikið deiluefni milli biskupsvaldsins og
veraldlegra höfðingja, og er það önnur saga.