Saga - 1970, Síða 16
14
ARNÓR SIGURJÓNSSON
I sambandi við þetta er rétt að geta um skóla og klaust-
ur, sem stofnað var til um líkt leyti og biskupsstólamir
eignuðust sína staði. Skólamir í Haukadal og Odda voru
að vísu stofnaðir áður, líklega í samráði við biskupinn í
Skálholti, en þangað færðust þeir fljótlega, eftir að Skál-
holtsbiskup fékk sinn stað. Á Hólum var stofnað til skóla
um leið og biskupsstóll hafði verið staðsettur þar. Fyrsta
klaustrið fékk að vísu ekki vígslu fyrr en 1138, en virðist
hafa tekið til starfa fyrr.
Enn er rétt að geta eins sem stoínað var til á þessum
tíma, þótt í lögum væri aðeins óbeinn stuðningur við það.
Það voru kristfjárjarðirnar og aðrar jarðir eða lönd, er
lögð voru til þjóðþrifa. Kristsfjárjarðimar virðast hafa
verið að öllu undir yfirráðum og í umsjá kirknanna í
sóknum þeim, er þær voru staðsettar, en á þeim hvíldi
kvöð um ómagaframfæri. Sumir höfðingjar landsins lögðu
samskonar kvöð, a. m. k. um tiltekinn tíma, á einstakar
jarðir sínar, jafnvel höfuðbýlin, og kemur það fram í
gjafabréfum og erfðaskrám frá 15. öld og virðist fom
venja.1 Skylt þessu, og þó e. t. v. fremur fyrirmynd að
þessu, eru tvær gjafir Tanna og Hallfríðar, en um þær
gjafir hafa varðveitzt tvö bréf frá því um 1100.2 Annað
er um gjafir til kirkjunnar undir Hrauni, sem líklega er
Staðarhraun í Hraunhreppi. Þau gefa kirkjunni hálft
land jarðarinnar, 16 kýr, 10 öxn fjögurra vetra, 60 geld-
inga gamla (sauði), 3 hross, 240 (tvö hundruð) fjögurra
álna aura, silfurkaleik, kirkjutjöld og 5 klukkur, með þeim
skilyrðum, að þar skuli vera prestur, djákni og ómagi
kvengildur, en ef djákni fæst ekki, þá tveir ómagar og ann-
ar karlgildur. Einnig er sú skylda lögð á búanda jarðar-
innar að veita næturgreiða hverjum gesti, „er hann hygg-
ur til góðs alinn.“ Þessa gjöf sína leggja þau Tanni undir
forráð biskups í Skálholti. Hitt bréfið er um sæluhús á
1 Sjá gjafabréf Lofts ríka til sona sinna og Kristínar Oddsdóttur.
D. I. IV, nr. 446.
2 D. I. I, nr. 26, og 24.