Saga - 1970, Síða 17
KVEIKURINN I FORNRI SAGNARITUN 15
Bakka (þ. e. Ferjubakka í Borgarhreppi). Með því lögðu
þau helming Bakkalands til „sæluhúss þess, sem þar er,
að ráði Gissurar biskups og að lofi erfingja. Þar fylgja
kýr 10 og 6 tugir áa og bátur nýr. Tanna forráð skal í
stað þeim, meðan hann lifir, en þá biskups þess, er í Skála-
holti er. En sá maður, er þar býr, skala ala alla þá, er
hann hyggur til góðs, að alnir sé.“ Af sama toga munu
hafa verið „brúarlönd“ þau, sem lögð voru til kostnaðar
og viðhalds brúm yfir ár, er fært þótti að brúa á þessum
tíma. Virðast þau helzt hafa verið undir forræði kirkn-
anna. Þannig voru brúarlönd við Laxá í Þingeyjarsýslu,
bæði í nágrenni Ness og Grenjaðarstaða, og er brúarlandið
(Brúar) á Grenjaðarstöðum talið sem eign kirkjunnar í
máldögum hennar.
9. Eins og öllum er kunnugt, voru lög þjóðarinnar bók-
fest undir mnsjá lögsögumannsins, Bergþórs Hrafnssonar,
„og annarra spakra manna,“ og það verk hafið veturinn
1117—1118. Auðvitað er, að þegar sú umsköpun á þjóð-
félaginu hafði þegar gerzt, og var raunar enn að gerast,
að breyta því úr heiðnu þjóðfélagi í kristið þjóðfélag með
fjárhagslegum grundvelli kristinnar kirkju, varð að end-
urskoða alla löggjöf þjóðarinnar og hafa við það ráð lög-
mannsins og „annarra spakra manna.“ Þó er því líkast,
að síðari tíma menn hafi trúað því, að þarna hafi ekkert
annað gerzt en að hin fomu heiðnu lög, Úlfsljótslögin, hafi
verið bókfest óbreytt „að Hafliða" á Breiðabólsstað í Vest-
urhópi, og þeir „spöku menn“, sem kallaðir voru til þessa,
hafi aðeins verið „skriftlærðir" ritarar. Mönnum virðist
hafa dulizt, að endurskoðun laganna í smáu jafnt sem
stóru var, eins og málum var komið, svo sjálfsögð, að slíkt
þurfti ekki að segja nokkrum samtímamanni, og af ásetn-
ingi ræðir Ari hana ekki nánar en þurfti. Lög hins forna
þjóðfélags hafa verið einföld og sjálfum sér samkvæm
°g þannig, að auðvelt væri að læra þau og kunna. En hverj-
um var fært að kunna allar þær breytingar, sem gera hafði
þurft á síðustu árum og enn voru að gerast með hverju