Saga - 1970, Page 18
16
ARNÓR SIGURJÓNSSON
nýju ári? Þessa spurningu brýndi þörf nýrrar kynslóðar,
sem þó vildi geyma allt, sem nýtilegt var af því, er eldri
tíminn leifði, fyrir endurskoðun og skjalfestingu laganna.
Á annan hátt var ekki unnt að hafa reiðu á lögum um-
skiptatíma. Bókstafinn varð að nota til að skera úr því,
hvað voru lög í landinu.
Ari fullyrðir, að í lögréttu 1118 hafi enginn (hinna
atkvæðisbæru) mótmælt þeim lagaþáttum, sem upp voru
sagðir og ritaðir höfðu verið að Breiðabólstað um vetur-
inn og fólu í sér lagabreytingar að sjálfsögðu. Nokkrum
línum fyrr í Islendingabók lætur hann í þær breytingar
skína, er hann segir, að hinir lögspöku menn höfðu 1117
verið skyldaðir af lögréttu til að „görva öll nýmæli þau í
lögum, er þeim litist þau betri en en fomu lög. Skyldi þau
segja upp . . .“ Hér er Ari að tryggja nýmælin frá 1118
gegn hugsanlegum vefengingum síðar, en Sigurður Líndal
sneiðir hjá umsögn Ara um nýmælin, sem sýnir glögglega,
að Ari skildi að vísu og mat venjuréttinn, en leit á hann
furðu líkt því, er nútíðarmenn gera.
10. Síðasti þáttur í þessari endurskoðun löggjafar þjóð-
arinnar var ný löggjöf um rétt og skyldur kirkjunnar, sem
íslenzkrar þjóðkirkju, Kristinn réttur hinn forni. Sú lög-
gjöf var sett fyrst eftir að endurskoðun og ritun annarra
laga þjóðarinnar var lokið. Eflaust hefur hún þó verið
að mestu undirbúin áður, og að verulegu leyti var hún
raunverulega á komin með tíundarlögunum og öðrum þjóð-
félagslegum aðgerðum í sambandi við þau. Með kristni-
rétti foma lýkur umsköpun þjóðfélagsins íslenzka úr
heiðnu þjóðfélagi í kristið þjóðfélag, réttarlega séð.
11. Samhliða þessari umsköpun gerðist margt annað
í þjóðfélaginu og þjóðlífinu í nánum tengslum við hana,
sumt til undirbúnings og að nokkru sem þáttur í henní
og eflaust að hvöt þeirra manna, sem að henni unnu.
Meðal þess var könnun á því, hvernig landið hafði byggzt.
Á því meðal annars, jafnvel umfram allt annað, byggðu
höfðingjar alþýðu landsins rétt sinn til þátttöku og valds