Saga - 1970, Side 19
KVEIKURINN I FORNRI SAGNARITUN 17
í þj óðfélagsmálum. Þetta var réttur, sem þeir vildu ekki
sleppa og fengu að halda við þjóðfélagsbreytinguna. En
það var vissulega kannað, hversu djúpum rótum þessi
réttur stóð. Þessa könnun var að vissu marki auðvelt að
gera í sambandi við jarðamatið, og það hefur eflaust ver-
ið gert að einhverju leyti, e. t. v. að miklu leyti. Þannig
hefur stofninn verið fenginn að riti því, sem síðan hefur
verið kölluð Landnámabók. Það rit er nú ekki til í upphaf-
legi-i gerð sinni, heldur aðeins meginstofn þess með margs
háttar viðbótum og eflaust einhverjum breytingum, sum-
um röngum og villandi, þein’a, er endurrituðu það 150—
200 árum síðar. Af hreinni tilviljun vitum við um nöfn
tveggja manna, er unnu að þessari könnun og áttu hlut
að því að semja þessa Landnámabók eins og hún var í fyrstu
gerð sinni. 1 einni af yngri gerðum Landnámabókar, Hauks-
bók, ritaðri um 1300, er frá því sagt í eftirmála, að nú
hafi verið „yfirfarið um landnám þau, er verið hafa á
Islandi eftir því, sem fróðir menn hafa skrifað, fyrst Ari
prestur hinn fróði og Kolskeggur hinn vitri.“Ari var
fæddur 1067 eða 1068 og á þrítugasta ári, er tíundarlögin
voru sett. Kolskeggur (Ásbjamarson) hefur verið tals-
vert eldri. Hann var ömmubróðir Finns Hallssonar, sem
fyrstur er nefndur kynborinna kennimanna í skránni um
prestanöfn frá 1143, og var lögsögumaður 1139—1145.
Finnur hefur ólíklega verið kosinn lögsögumaður yngri
en fimmtugur, og er því líklegt, að Kolskeggur ömmu-
bróðir hans sé fæddur 1040—1050 og gæti vel verið enn
fyrr fæddur, um 1030. Hér hafa verið menn að verki, sem
gátu haft heimildir frá mönnum, er mundu jafnvel til 10.
aldar, og hafa betur kunnað að meta munnlegar heim-
ildir en við, sem helzt höfum læri það að treysta þeim
ekki, en lítt til þess að bera þær saman eða gera okkur
grein fyrir, hverjar slíkar heimildir er helzt að marka og
hverjar eru varasamastar. Traustleikur heimilda, skráðra
um 1100, um upphaf byggðarinnar hér á landi og sögu
þjóðarinnar fram til þess tíma, hlaut annars að fara mjög
2