Saga - 1970, Blaðsíða 20
18
ARNÓR SIGURJÓNSSON
eftir því, hversu auðvelt var að bera þær saman hverja
við aðra, undir hve strangri gagnrýni þær hljóta að hafa
verið vegna þess, til hvers átti að nota þær, hvernig unnt
var að fá þær studdar af ömefnum, landamörkum jarða
og sveita, ættrakningum, goðorðaskiptingu og mörgu fleira.
12. í framhaldi af þessari könnun landnámsins ritaði
Ari stutt ágrip af sögu þjóðarinnar frá uppnafi hennar
fram að fyrsta fjórðungi 12. aldar, er telja má lokið þeirri
umsköpun þjóðfélagsins, er hófst með setningu tíundar-
laga. Þetta söguágrip kveðst hann hafa ritað í samráði
við biskupana, er þá voru á Skálholtsstól og Hólastól, Þor-
lák Runólfsson og Ketil Þorsteinsson. í svo stuttu ágripi
eru fáir nefndir til sögunnar og frá engum mikið sagt. Þó
eru þeir til nefndir, er höfundinum finnst bera hæst við að-
alatburði þeirrar sögu, landnámið, stofnun þjóðfélagsins,
kristnitökuna og umsköpun samfélagsins í kristið þjóðfélag.
II.
Nú mundi líklega einhver spyrja: Hvað varðar allt þetta
ritgerð Sigurðar Líndals um sendiför Úlfljóts? Því skal
nú svarað: Sigurður Líndal er fyrsti fræðimaður okkar,
sem látið hefur í ljós á opinberu færi efasemdir og vefeng-
ingar á sagnritun Ara fróða um tvö mikilvægustu efni
sögu okkar, landnámið á íslandi og upphaf þjóðríkisins.
Hann lætur líka í ljós efa um, að fyrsti landnámsmaður-
inn Ingólfur Ámason og aðallöggjafinn við stofnun þjóð-
félagsins, Úlfljótur, hafi nokkurn tíma verið til. Hon-
um finnst a. m. k. augljóst, að Ari fróði hafi vitað harðla
lítið um þessa tvo menn. Vegna þessa er því fyrst af
öllu lýst hér, að frásagnir Ara fróða varða fyrst og
fremst tvö afreksverk þjóðarinnar allrar í heild, land-
námið og stofnun þjóðríkisins, og þær eru saman teknar
og sagðar á þeim tíma, sem annað mesta félagslegt af-
reksverk þjóðarinnar var unnið, umsköpun þjóðfélagsins
úr heiðnu þjóðfélagi í kristið þjóðfélag, eru jafnvel eins
konar undirbúningsþáttur og skýringarþáttur í þeirri um-