Saga - 1970, Side 21
KVEIKURINN 1 FORNRI SAGNARITUN 19
sköpun og í mjög nánum tengslum við aðalverkið. Þegar
afreksverk eru unnin, er það áreiðanlega höfuðregla, að
við þau er lögð mikil alúð og vönduð vinna, og bak við
þau er mikill vilji til þess að þau megi verða varanleg. Bak
við stofnun hins heiðna þjóðfélags hér á landi hlýtur að
hafa verið mikil alúð, mikill vilji og mikil vinna til þess
að það mætti verða varanlegt, enda stóðst það að miklu
leyti þá eldraun að umskapast í kristið þjóðfélag 1100,
en meðfram vegna þess, að þeir, er endursköpuðu það,
vildu og lögðu sig fram til þess, að það stæðist eldraunina.
Bak við þeirra afreksverk var líka mikil alúð, mikill vilji
og mikil vinna til þess að bjarga úr hinu gamla þjóðfélagi
því, er hefði framtíðargildi, og jafnframt til þess, að þeirra
eigið verk mætti lengi standa. Þeim tókst þess vegna að
vinna verk sín þannig, að mörg þeirra entust í 8 aldir. Hinn
fjárhagslegi grundvöllur þessa umskapaða þjóðfélags, tí-
undarlögin, jarðamatið, Búalögin, stóðst að verulegu leyti
fram á byrjun þessarar aldar. Og könnun þeirra á því,
hvernig landið var fyrst byggt og hver hafði verið saga
þjóðarinnar fram til þess tíma, er þeir voru og hétu, lifðu
og unnu, hefur orðið og verið grundvöllur þess, sem við
höfum vitað og skilið um upphaf þjóðar okkar og byrjun
hennar að lifa eins og menningarþjóð á íslandi.
Vissulega megum við spyrja: Unnu þessir menn, er
leystu verkið af hendi, eins og heiðarlegir menn, lögðu þeir
sig fram eins og bezt þeir gátu? Var það tilviljunarkennt
fálm, og tilviljun, að það heppnaðist? Sögðu þeir menn,
Ari fróði, Kolskeggur vitri og þeirra hjálparmenn, sem
falið var að kanna upphaf þjóðarinnar og sögu í sambandi
við og til aðstoðar við umsköpun þjóðfélagsins, satt um
þá sögu, eftir að hafa kannað hana vandlega, eða skáld-
uðu þeir hana og skrökvuðu henni af lítilli þekkingu? Við
rnegum spyrja eins og Pílatus og Sigurður Líndal: Hvað
er sannleikur? Sú spurning er jafnvel sjálfsögð, ef við
sPyrjum í alvöru, og af nokkru viti og hófsemi. Um sann-
loik allrar frásagnar, hvort sem hún er sagnfræðileg eða