Saga - 1970, Síða 22
20
ARNÓR SIGURJÓNSSON
skáldskaparleg, gildir það einnig, að frásögnin er ætíð að
einhverju leyti persónuleg, ef hún er frumleg eða upp-
hafleg, þ. e. frásögn lifandi manns, ekki „lærdómur“ einr
af bókum. Frásagnir Ara fróða og Kolskeggs vitra voru
auðvitað frumlegar, upprunalegar, því að þær voru að
miklu leyti fyrstu rituðu frásagnir um þá atburði, er
þeir sögðu frá. En Ari fróði segir frá því, óvefengjanlega,
að hans frásagnir í Islendingabók, ágripinu af sögu þjóð-
arinnar, hafi verið endurskoðaðar af biskupum landsins og
endursamdar eftir þá endurskoðun, m. a. til að fella það
úr, er til hliðar var við aðalefni sögunnar. Þó hefur vitan-
lega eitthvað af hinu persónulega við frásögnina haldizt,
einkum það, sem um leið var tíma- og tízkubundið, og
verður að því vikið síðar í sambandi við það, sem Sigurði
Líndal þykir grunsamlegt við þær.
Því, sem veldur vefengingum og grunsemdum Sigurð-
ar Líndals á heimildinni, lýsir hann þannig fáum orðum:
„Þrennt virðist liggja nokkum veginn ljóst fyrir: Vald-
hafar á fslandi þurftu að réttlæta völd sín. í þeirri við-
leitni má segja, að bæði Ingólfur og Úlfljótur gegni lykil-
hlutverki. Loks kemur það, að lítið sem ekkert er um þá
vitað. Þeir birtast sem snöggvast og hverfa síðan, jafn-
skjótt sem þeir hafa lokið hlutverki sínu.“
Líklega þarf talsverða vitsmuni til að skilja örugglega,
hvað Sigurður á við með því, að þetta þrennt liggi ljóst
fyrir. Inn í þá staðhæfing gefur hann sér svo heimild nú-
tímajreikningslistar að mega margfalda summu þessa
þrenns með mínustölu, svo að út komi eitthvað sagn-
fræðilega minna en ekkert. Með því finnst honum líklega
að ekki sé þokukennt né ótengt stað og stundu það, sem
hann fullyrðir um „valdhafa á íslandi.“
Á hann við valdhafana um 1100 fyrst og fremst, og var
Ari fróði að búa þá Ingólf og Úlfljót til handa þeim, til
þess að þeir gætu réttlætt völd sín og haldið þeim? Það
gæti verið skiljanlegt, einkum ef þeir röktu ætt sína til
þeirra, svo sem allsherjargoðinn til Ingólfs. En helztu