Saga - 1970, Síða 23
KVEIKURINN 1 FORNRI SAGNARITUN 21
valdaættir um 1120 voru annan veg raktar, og engar heim-
ildir eru um það, eins og S. L. segir, að nokkur „valdhafi“
rekti ætt sína til Úlfljóts, þótt niðjar hans í Djúpadal í
Eyjafirði séu tilgreindir í Islendingabók, með líkum hætti
og ýmsir niðjar þeirra manna, er við þá sögu koma, án
þess að þeir, niðjamir, komi við sögu. Þá „liggur nokk-
um veginn ljóst fyrir“, að Ari hefur flaskað á hlutverki
sínu og búið til skakkan Ingólf og skakkan Úlfljót handa
„valdhöfunum“.
Eða á Sigurður Líndal við „valdhafana“ um 9B0? —
Hvemig veit hann það þá, að þeir, sem stofnuðu þjóðríkið
á Islandi, hafi þurft að „réttlæta völd sín“? Fyrir því hef-
ur hann engar heimildir og getur engar heimildir haft, en í
staðinn virðast ályktanir hans í þá átt reistar á undarleg-
um rótum. Hann þykist þess viss, að sömu lögmál gildi að
öllu leyti í baráttunni að reisa þjóðfélag og í ætisbaráttu
einstaklinganna og félagslega gildi sömu lögmál við að
reisa þjóðfélag og tortíma því, enda sé hvort tveggja ár-
angur af valdabaráttu manna, sem þurfi að réttlæta völd
sín, jafnvel áður en þeir hafi fengið þau, af því að völd
séu svo bitur vopn í ætisbaráttu duglegra manna. Þegar
hann hyggst gera grein fyrir stofnun allsherjarríkis á Is-
landi, blasa því aðeins við honum „átök þau, sem hljóta
að hafa orðið“ (en engar heimildir eru til um), og hann
segir, að þau hafi „ekki einungis verið milli einstakra valda-
hópa, heldur einnig innan þeirra“. Eftir að hann hefur
lagt til hliðar allar heimildir, sem til eru um þessa atburði,
„virðist liggja nokkum veginn ljóst fyrir,“ að liann er
orðinn fullviss þess, að þjóðríkið íslenzka hafi 930 verið
stofnað við sams konar ætis- og valdabaráttu „valdhafa“
°g „valdahópa“ (þ. e. flokka) og nú er háð á íslandi, þar
sem tilbúnir Ingólfar og Úlfljótar gegna „lykilhlutverki“.
Þessa djúpspöku sagnfræði sína heldur hann, að Ari fróði
hafi ekki skilið vegna þekkingar- og kunnáttuleysis, umfram
^llt vegna þekkingarleysis á mönnum og málefnum allra
tíma og þá um leið mönnum og málefnum tímans um 930.