Saga - 1970, Síða 24
22
ARNÓR SIGURJÓNSSON
Það sé umfram allt vitnisburður um þekkingarleysi og
skilningsleysi Ara, að hann geti hugsað sér, að Ingólfur
og hans niðjar hafi getað gegnt miklu hlutverki, ef þeir
hafa veríð friðsamir höfðingjar og trúhneigðir, eins og
þeim er lýst.
Sigurður Líndal telur auðsætt, að Ari fróði hafi lítið
vitað um Ingólf Amarson, framætt hans og uppruna, land-
nám hans og niðja, og raunar enn minna um Úlfljót og
stofnun allsherjarríkis á Islandi. Hann segir: „Þegar Arí
setti saman íslendingabók, virðist auðsætt, að til hafi verið
óljósar sagnir bæði um Ingólf og Úlfljót. Fátt var sjálf-
sagðara en að sá, sem ritaði sögu íslenzku þjóðarinnar,
reyndi að gi’afast fyrir um það, hver hefði verið fyrsti
landnámsmaður Islands. Bent hefur verið á, að saga Gyð-
inga hafi hlotið að örva þjóð eins og íslendinga til að „vita
upphaf sinna landsbyggða“, og hafði því sá, er skráði
sögu þeirra, ákveðnar fyrimiyndir. Fyrir Ara hefur orðið
óljós sögn um Ingólf, sem ekki hefur fengizt nánari
vitneskja um, sögn sem lítill sannsögulegur fótur hefur
verið fyrir eða jafnvel enginn. — Af Islendingabók er
auðsætt, að Ari veit fjarska lítið um Ingólf.“ Hins vegar
segir Sigurður, að í inngangsköflum Landnámu sé ýtar-
legri frásögn um Ingólf og sé það helzta heimildin.
Áður en sambandið við Landnámu er athugað, er rétt
að líta á, hver þau atriði eru, sem Ari segir um landnám
Ingólfs: „Ingólfur hét maður norrænn, er sannlega er
sagt, að færi fyrst þaðan til íslands, þá er Haraldur enn
hárfagri var sextán vetra gamall, en í annað sinn fám
vetrum síðar; hann byggði suður í Reykjavík. Þar er Ing-
ólfshöfði kallaður fyr austan Minþakseyri, sem hann kom
fyrst á land, en þar Ingólfsfell fyr vestan Ölfossá, er hann
lagði sína eigu á síðan.“
Víst er þetta fremur fáorð frásögn. Öll íslendingabók
Ara mundi komast á 13 síður í Skírni. En gi’ein Sigurðar
Líndals, sem fjalla á um sendiför Úlfljóts eina er 20 blað-
síður og er þar miklu meira mál um Ingólf, og kveðst Sig-