Saga - 1970, Síða 26
24
ARNÓR SIGURJÓNSSON
þá var að miklu leyti nýr fyrir íslendinga, og að þaðan
eru að einhverju leyti hugmyndirnar og frásagnir um trú-
hneigð og friðarhug Ingólfs og laústilega heiðni Þorkels
mána sonarsonar hans. Hins vegar verður varla hjá því
komizt að brosa ofurlítið út í annað munnvikið að óbrigði-
legri trú Sigurðar Líndals á hin eilífu og allsráðandi lög-
mál ætis- og valdabaráttunnar, þegar hann stillir sig ekki
um að geta þess, að deilur Þorgils og Hafliða 1120—1121
hafi hvatt Ara til að semja íslendingabók, og að „inn-
gangskaflar“ Landnámu um Ingólf og hans niðja séu fyrst
og fremst samdir undir áhrifum þeirrar deilu. Þeirri deilu
var þó vissulega lokið, þegar ritun íslendingabókar var
hafin. Um það eru ótvíræðar heimildir í íslendingabók
sjálfri, og í sögu Þorgils og Hafliða er frá því sagt, að
Ketill Þorsteinsson, síðar biskup, sá annar, er hvatti Ara
til að rita íslendingabók og endurskoðaði hana, hafi átt
drýgstan þátt í að kveða deilurnar niður, og hlýtur þar að
hafa komið fram einhver angi af öðrum lögmálum í mann-
legri baráttu en lögmálum ætis- og valdabaráttunnar. Eins
og rakið hefur verið hér að framan, eru líkur til, jafnvel
miklar líkur (sbr. aldur Kolskeggs vitra og líkur til sam-
bands fasteignamats og landnámssögu o. fl.), að um land-
námið hafi verið ritað þegar um 1100. Og hafi áhrif deilu
Þorgils og Hafliða verkað á eftirtímann með því að vekja
til ritunar Islendingabókar og á ókominn tíma með því að
vekja til ritunar þáttarins um Ingólf og hans niðja í Land-
námabók, gátu þau áhrif þá ekki eins leitt til setningar
tíundarlaganna 1096 og allra þeirra þjóðfélagsbreytinga,
sem komu í kjölfar þeirra? Á það er líka rétt að minna,
um leið og frásagnir Islendingabókar og Landnámu um
Ingólf og hans niðja eru raktar til erlendra kristinna áróð-
ursbókmennta um gildi friðsamlegs lífemis, að frásagn-
imar um Ingólf og hans niðja minna nokkuð á þá höfð-
ingja þjóðarinnar, kristilega og veraldlega, er unnu að
þjóðfélagsbreytingunni um 1100, fyrir og eftir þau alda-
mót, biskupana ísleif Gissurarson, Gissur Isleifsson, Jón