Saga - 1970, Page 27
KVEIKURINN I FORNRI SAGNARITUN 25
Ögrnundsson, Þorlák Runólfsson, prestinn Sæmund Sig-
fússon, lögsögumennina Markús Skeggjason, Úlfhéðin
Gunnarsson og Bergþór Hrafnsson. Rithöfundar, hvort
sem þeir rita sagnfræði eða skáldskap, sjá þá, sem þeir
nta um, alltaf að verulegu leyti í því ljósi, er þeir sjá sam-
tímamenn sína. Þannig er það ýmislegt fleira en lögmál
ætis- og valdabaráttunnar, er mönnum ræður og endur-
nýjar þjóðfélagið og bókmenntimar, og það er mjög mis-
munandi eftir þeim tíma, sem er að líða hverju sinni, hve
mjög þeirra lögmála gætir. Það mun sannast, að þeirra
gætir yfirleitt minnst á þeim tímum, þegar lífið endur-
nýjar sig og bætir. Misskilningur Sigurðar Líndals í grein
sinni um sendiför Úlfljóts stafar aðallega af því að hann
hefur ekki glöggvað sig á því lögmáli.
Auðvitað verður því ekki haldið fram hér, að lögmál
ætis- og valdabaráttunnar hafi ekki verið til og þekkzt
á umskiptatíma og endumýjunartíma íslenzks þjóðfélags
um 1100. Til er merkileg þjóðsaga um Sæmund fróða, sem
búast má við að leikið hafi það „lykilhlutverk“ að vera
tengiliður trúarlegra og veraldlegra höfðingja, biskupa og
lögsögumanna, en hann var í senn ættarhöfðingi og
prestur, þ. e. kynborinn kennimaður. Hann á að hafa komið
kölska í líknarbelg, lagt hann á altari kirkju sinnar og
sungið yfir honum messu sína. Þetta þótti kölska illt.
Þessi saga hefur víst ekki verið bókfest fyrr en á 19. öld.
Hún getur samt haft nokkum sannleik í sér fólginn um
Sæmund og samtíma hans, sama sannleika og fom þjóð-
Saga um samfélag útileguþjófa í Surtshelli. Þrátt fyrir
ýrnsar leifar eftir mannlegt félag í hellinum voru menn
farnir að trúa því, að sagan væri aðeins lygasaga. En nú
hefur Halldór Laxness orðið til þess að senda hnútu úr
beinarusli hellisins til vísindalegrar aldursrannsóknar og
staðfestir aldursrannsóknin, að mannvist hafi verið í hell-
iuum á þeim tíma, er þar átti að hafa verið útileguþjófa-
bseli. Sagan um Sæmund fróða og kölska í líknarbelgnum
er táknræn saga um þá baráttu, er endumýjunarmenn ís-