Saga - 1970, Page 28
26
ARNÓR SIGURJÓNSSON
lenzks þjóðfélags urðu að berjast og börðust við þá, sem
eingöngu þekktu og fylgdu lögmálum ætis- og valdabarátt-
unnar. En sigrar endurnýjunarmannanna eru vitnisburð-
ur um áhrif slíkra manna á öllum tímum og næg rök gegn
því, sem Sigurður Líndal fullyrðir um Ingólf Amarson og
hans niðja: „Ef þeir hafa haft forgöngu um landnám Is-
lands og stofnun allsherjarríkis, eru engar líkur til þess, að
þeir hafi verið friðsamir höfðingjar, sem lítt hafi hlutazt um
mál manna og leitt deilur hjá sér. Friðsemi og afskipta-
leysi er ekki leið til að hafa forgöngu um landnám og koma
á fót skipulegu þjóðfélagi í landi óstýrilátra nýbyggja
seint á víkingaöld. Slíkt er verkefni víkingaforingja og sæ-
konunga. Allt þetta hlýtur að hafa verið hverjum manni
ljóst á landnámsöld og hinni næstu á eftir.“ Misskilningur
Sigurðar stafar af því, að hann veit eklci og skilur ekki,
að á öllum tímum er hlutverk friðsamra manna og endur-
reisnannanna nauðsyn lífsins og jafnvel mest, þegar lög-
mál ætis- og valdabaráttunnar sýnast geisa í algleymingi,
þó að vitanlega ráði þeir þá ekki nema stundum við nauð-
synleg verkefni sín.
Frásögnin í Þorgilssögu og Hafliða um Reykhólaveizl-
una er í senn ágæt heimild og sögð af listfengi um þann
kölska í líknarbelgnum, sem Sæmundur fróði lagði á sama
tíma á altarishornið til þess að syngja yfir. í Reykhóla-
veizlunni var þessi kölski í „anda Ingimundar“, er veizl-
una hélt og var „ekki góður á bekkjum.“ Að áeggjan hans
hældust menn hans af því að ropa af bolakjöti og lýstu
vesaldómi goðans úr Vatnsfirði, er var sköllóttur með hý
í hnakka, ekki fær um að neyta bolakjötsins og ropaði þó
„af kana sínum.“ Þegar slíku skeyti var að goðanum stefnt
af manni, sem hann gat ekki hrakið úr veizlunni og tengda-
faðir hans hafði ekki komið lögum yfir, stökk hann á
brott heim til sín, og varð þetta síðan til þess, að höfðingj-
ar landsins riðu með allan þann liðskost, er fengizt gat,
til Alþingis. Lá þá við sjálft að barizt yrði um þingstaðinn
með öllu því liði. í Reykhólaveizlunni voru og bókmennt-