Saga - 1970, Side 29
KVEIKURINN 1 FORNRI SAGNARITUN 27
irnar í heiðri hafðar. Það voru að vísu ekki sagnfræðilegar
bókmenntir eins og Islendingabók og Landnámabók, held-
ur saga „frá Hröngviði víkingi og Ólafi liðsmannakonungi
°g haugbroti Þráins berserks og Hrómundi Gripssyni“,
>.því að margir ganga duldir hins sanna og hyggja það
satt, er skrökvað er, en það logið, sem satt er“, segir í frá-
sögninni. Þessu til réttlætingar er því bætt við um söguna
um Hrómund Gripsson: „En þessari sögu var skemmt
Sverri konungi, og kallaði hann slíkar lygisögur skemmti-
legastar.“ Þegar kom fram á 13. öld, höfðu sögumenn Is-
lendinga að vísu lært nokkuð af Ai'a, en þeir „skemmtileg-
ustu“ enn meira af sögumönnum Reykhólaveizlunnar. Með-
al annars hafði mikið af þeim lært sá maður, er ritaði sögu
Egils Skallagrímssonar af slíkri list, að því er af nær öll-
um trúað, að sami maður hafi ráðið yfir þeim menningar-
öfgum, sem þurftu til að bíta Atla skamma á barkann og
sPýja drukknu öli sínu framan í Ármóði skegg og yrkja
Sonatorrek. Þegar Sigurður Líndal hefur lýst öllum efa-
semdum sínum um hlutverk Ingólfs Amarsonar og niðja
bans í landnámi íslands og stofnun þjóðríkis á íslandi, get-
ur hann ekki stillt sig um að bæta við svolítilli smáletraðri
skýringagrein meðal eftirmála og tilvitnana (eftirmáls-
grein 25): „Fi'óðlegt er í þessu sambandi að bera saman
lýsinguna á Ingólfi og niðjum hans í Landnámu og t. a. m.
lýsinguna á Skallagrími landnámsmanni og Agli syni hans.
Óneitanlega er lýsing Egilssögu trúverðugri.“ Spyrja
mætti, hvort Sigurður Líndal er hér að leika hlutverk
þeirra, sem hyggja það satt, er skrökvað er, en það logið
seni satt er,“ eða hlutverk Sverris konungs. Hitt er víst,
að hann reynir að leika hlutverk höfundar Egilssögu, og er
svo sem ekki leiðum að líkjast, ef það tækist.
Aður en hér lýkur umræðu um íngólf og niðja hans,
skal þess getið, sem í fomum ritum segir um hlutdeild
þeirra í stofnun allsherjarríkisins. Um Ingólf sjálfan er
þar vaunverulega ekkert sagt, enda var ekki til þess ríkis
stofnað fyrr en eftir hans daga. En niðjar hans helguðu