Saga - 1970, Síða 30
28
ARNÓR SIGURJÓNSSON
Alþingi og voru kallaðir allsherjargoðar, og er gefið í skyn,
að það hafi að einhverju leyti verið í virðingarskyni við
hann, sem hinn fyrsta landnámsmann, þó að önnur skýr-
ing sé einnig á því gefin, og þarf sú skýring ekki til þess
að benda. í íslendingabók segii1, að áður en Alþing var
sett, hafi verið þing á Kjalarnesi, „það er Þorsteinn Ing-
ólfsson landnámsmanns, faðir Þorkels mána lögsögumanns,
hafði þar og höfðingjar þeir, er að því hurfu“. I Melabók
Landnámu stóð (varðveitt í Þ), að til þessa þings hafi
hann stofnað við ráð Helga bjólu og Örlygs á Esjubergi og
annarra viturra manna, og fylgir þar enn sökum þess
því goðorði alþingishelgun. — Hvergi er þess getið, að
Þorsteinn hafi komið nærri stofnun alþingis á Þingvelli,
og mætti helzt af því ráða, að þá hefði hann verið látinn.
Gefa skyldi því gaum, hvað Landnáma lætur mælt um
son hans, Þorkel mána, og að hún lætur þess ekki ógetið,
að Þormóður sonur Þorkels var allsherjargoði, er kristni
kom á Island.
Þá skal orðrétt upp tekið það, sem Ari segir um Úlfljót
og stofnun alþingis og allsherjarríkis, en eftir það vikið að
hinu, sem Sigurður Líndal kann frá þessu að segja:
,,En þá er Island var víða byggt orðið, þá hafði maður
austrænn fyrst lög út hingað ýr Noregi, sá er Úlfljótur hét;
svo sagði Teitur oss; og voru þá Úlfljótslög kölluð; —
hann var faðir Gunnars, er Djúpdælir eru komnir frá í
Eyjafirði; — en þau voru flest sett að því sem þá voru
Golaþingslög eða ráð Þorleifs ens spaka Hörða-Kárason-
ar voru til, hvar við skyldi auka eða af nema eða annan
veg setja. Úlfljótur var austur í Lóni. En svo er sagt, að
Grímur geitskör væri fóstbróðir hans, sá er kannaði Is-
land allt að ráði hans, áður alþingi væri átt. En honum
fékk hver maður penning til á landi hér, en hann gaf fé
það síðan til hofa. — Alþingi var sett að ráði Úlfljóts og
allra landsmanna þar er nú er, en áður var þing á Kjalar-
nesi, það er Þorsteinn Ingólfssonur landnámamanns, fað-