Saga - 1970, Page 31
KVEIKURINN 1 FORNRI SAGNARITUN
29
ir Þorkels mána lögsögumanns, hafði þar og höfðingjar
þeir, er að því hurfu.“
1 Landnámu er litlu við þessar frásagnir bætt, en 6
a.triði ber þó að nefna hér:
1. Úlfljótur var sonur Þóru dóttur Hörða-Kára og því
systursonur Þorleifs spaka.
2. Úlfljótur keypti lönd sín í Lóni austur af Þórði
skeggja Hrappssyni Bjamarsonar bunu, er Þórður frétti
til öndvegissúlna sinna í Leiruvogi og fluttist þess vegna
í nágrenni frænda sinna á Kjalarnesi og nam land að ráði
Ingólfs milli Úlfarsár og Leirvogsár. Dóttir Þórðar var
Helga ættmóðir Mosfellinga.
3. Helgi magri gaf Þóru dóttur sína Gunnari syni Úlf-
Ijóts og land upp frá Skjálgdalsá til Háls. Gunnar bjó í
Djúpadal (Djúpdælir síðan, að sögn Ara).
4. Er Úlfljótur var sextugur að aldri, fór hann til Nor-
egs og var þar 3 vetur. Þar settu þeir Þorleifur hinn
spaki lög þau, er síðar voru kölluð Úlfljótslög. En er hann
kom út, var sett alþingi. Og höfðu menn síðan ein lög
á landi hér.
5. Það var upphaf hinna heiðnu laga, að menn skyldu
eigi hafa höfuðskip í haf (þ. e. búin drekahöfði), en hefðu
Þeir þau, þá skyldu þeir taka af höfuðið, áður en þeir
kæmi í landsýn, og sigla eigi að landi með gapandi höfð-
uni eða gínandi trjónum, svo að landvættir fælist við.
6. „Baugur tvíeyringur eða meiri skyldi liggja í hverju
höfuðhofi á stalla; þann baug skyldi hver goði hafa á hendi
ser til lögþinga allra, þeirra er hann skyldi sjálfur heyja,
°g i'jóða hann þar áður í roðru nautsblóðs þess, er hann
hlótaði þar sjálfur. Hver sá maður, er þar þurfti lögskil
hendi að leysa að dómi, skyldi áður eið vinna að þeim
angi og nefna sér votta tvo eða fleiri . . .“
Styrmisbók Landnámu og líklega Melabók eigi síður,
efur haft atriði þessi. Um elztu skráningu á efninu benda
n°kkrar líkur til svipaðs aldurs og er á inngangsköflum