Saga - 1970, Page 32
30
ARNÓR SIGURJÓNSSON
Landnámu, sbr. bls. 23, en að öðru leyti þarf ekki að svara
því hér, hverjar af greinunum séu úr Frumlandnámu runn-
ar.
Því verður ekki neitað, að við mundum nú vilja vita
miklu meira en þessar ágripskenndu heimildir frá 12. öld
og 13. hafa um Úlfljót og stofnun alþingis og allsherjar-
ríkisins að segja. Þó er þetta nokkuð. En við því verður
ekki gert, hve Sigurður Líndal sér lítið af því, sem í því
felst. Hann endurtekur, án þess að fullyrða, að Úlfljótur sé
tilbúin persóna, að fátt sé um hann vitað, segir, að óvíst
sé, að hann hafi verið sendur til Noregs, því að vel megi
vera, að „á Kjalamesþingi hafi verið maður Úlfljótur að
nafni, flestum fróðari um Gulaþingslög, e. t. v. nýkominn
frá Noregi, og hafi verið leitað til hans um alla vitneskju,
er laut að lögum þessum,“ — svo hafi aðeins þurft að búa
til sögu um sendiför hans, af pólitískri þörf tiltekins valda-
hóps löngu síðar; — endahnúturinn muni hafa verið rið-
inn á þetta með því að setja Úlfljót niður í sveit „mjög
úr alfaraleið" (hylja með því yfir skrök sitt), „um hann
er nánast ekkert vitað, eins og áður hefur verið fram tek-
ið.“
Svo koma tilvitnanir í biblíuna sjálfa og, þegar henni
sleppir, í Alfræði Isidórs frá Sevilla (Etymologiae) um
það, hvernig þessi tilbúni Úlfljótur er undir kominn, og
loks ættartalan frá Þórði skeggja til Teits til sönnunar
aðdróttuninni, að forfeðrum Teits hafi verið nauðsyn að
búa til söguna um Úlfljót.
Frásögn íslendingabókar allrar er svo stuttorð, að full-
yrðingar Sigurðar og fleiri manna, að Ari hafi ekki vitað
fleira, eru að engu hafandi. Áður en fleiri atliugasemdir
eru gerðar við hugleiðingar Sigurðar Líndals, þarf enn að
hafa í huga tvennt til réttari skilnings á frásögnum Ara
og Landnámabókar:
1. Saga stofnunar allsherjarríkis á íslandi kemur land-
náminu ekki við beinlínis, og er því ekki að vænta veru-
legra heimilda um það í Landnámabók til viðbótar íslend-