Saga - 1970, Page 33
KVEIKURINN I FORNRI SAGNARITUN
B1
ingabók. Á Úlfljót hefur ekki verið litið sem raunverulegan
landnámsmann, og er þá ekki að vænta frásagna um hann
í Landnámabók þess vegna. Það er því vitnisburður um,
að hann hafi þótt gegna öðru mjög mikilsverðu hlutverki,
að frá honum skuli vera sagt þar.
2. Allir þeir, er eitthvað kynna sér munnlegar sagnir
frá liðnum tíma og leita sannindanna í þeim, hljóta að
veita því athygli, að allt, sem kalla má persónulegt, geym-
ist betur í minni manna en það, sem félagslegt er, hvort
sem varðar smá samtök eða stór, svo sem þjóðfélagsleg
samtök. Því er það furðulegt, hve rniklar heimildir eru til
um undirbúning og stofnun allsherjarríkis á Islandi, þegar
þess er líka gætt, hve fáir hljóta að hafa haft áhugann.
Vegna þessa almenna áhugaleysis á frásögnum um þjóð-
félagsleg efni getur Ari fróði vel hafa vitað miklu meira
um stofnun allsherjarríkisins en hann segir frá.
Annars virðist Sigurði Líndal mjög erfitt að skilja fá-
orðan stíl Ara. Þannig finnst honum Ari ræða fremur
ókunnuglega um Úlfljót, þegar hann segi að hann hafi
verið „maður austrænn". Mundi ekki réttara að segja að
þar tali Ari „kunnuglega“ um Úlfljót ? Þetta verður e. t. v.
bezt skýrt með því, hvernig Ari undirbýr frásögn sína um
stofnun allsherjarríkisins á Islandi með því að segja frá
helztu landnámsmönnum, en þá telur hann svona: „Hrol-
laugur sonur Rögnvalds jarls á Mæri byggði austur á Síðu.
Þaðan eru Síðumenn komnir. — Ketilbj örn Ketilsson,
Riaður norrænn,1 byggði suður að Mosfelli hinu efra. Það-
aa eru Mosfellingar komnir. — Auður dóttir Ketils flat-
nefs, hersis norræns,1 byggði vestur í Breiðafirði. Þaðan
eru Breiðfirðingar komnir. — Helgi hinn magri, norrænn,
sonur Eyvindar austmanns, byggði norður í Eyjafirði.
Vaðan eru Eyfirðingar komnir.“ Hér er áherzla á það
!ögð, að hinir helztu landnámsmenn eru að vísu norrænir.
Bak við þetta hillir undir það, að sumir þessara norrænu
1 Auðkennt hér.