Saga - 1970, Side 34
32
ARNÓR SIGURJÓNSSON
manna komu frá írlandi eða Bretlandseyjum, svo sem
Auður dóttir Ketils flatnefs og jafnvel Helgi magri, sem
átti „austmann" að föður. Þegar að er gætt, hefur Ari
„maður norrænn“ um þá landnámsmenn á íslandi, er áttu
uppruna sinn að rekja til Noregs vestan fjalla, en „maður
austrænn" um þá, er komnir voru austan yfir fjöllin þar,
frá héruðunum við Víkina [og jafnvel austan frá Gaut-
landi]. Þetta virðist hafa verið fom málvenja, og eflaust
frá Noregi komin. Þetta er m. a. hin eðlilega skýring á
viðumefni Björns austræna sonar Ketils flatnefs og Yng-
vildar dóttur Ketils veðurs í Hringaríki og einnig á viður-
nefni Eyvindar austmanns föður Helga magra. Ari hefur
einnig verið minnugur þess, að þjóðfélagslegt andóf var
milli norsku landshlutanna austan fjalls og vestan og að
þær andstæður áttu mikinn þátt í landnámi Islands, enda
margar og miklar frásagnir um það í Landnámabók, að
norrænir menn vestan fjalla í Noregi höfðu flúið land
sitt til íslands undan hinum austræna konungi Haraldi
hárfagra. Ara hefur einnig verið það ljóst, að hinar nor-
rænu og austrænu andstæður frá Noregi varð að sætta
á íslandi við stofnun þjóðríkis þar, ef reisa átti það á ör-
uggum grunni. Þess vegna tekur hann það fram, að Úlf-
Ijótur var „maður austrænn", minnugur þess, að hann var
þó um leið systursonur Þorleifs Hörðkárasonar, er var
„maður norrænn“. Auk þess er Ari minnugur sambands
Úlfljóts og Þórðar skeggja og þá um leið allra niðja Bjam-
ar bunu í Kjalarnesþingi. Meðal annars er hann vegna
þessa vel til þess kjörinn að sækja lög til Noregs.
Þó að Sigurði Líndal sé þetta, sem nú hefur verið rakið,
lokuð bók, og trúi því helzt, að Úlfljótur hafi aldrei til
Noregs farið, kemur hann skemmtilega á óvart með því
að skilja það rétt, hverra erinda Úlfljótur hefur farið
þangað. Það var ekki til að læra Gulaþingslög utan bókar,
heldur til þess að kynnast réttarvenjum í þeim héruðum,
sem flestir landnámsmenn á íslandi voru upp runnir. Þetta
getur raunverulega hver sæmilega greindur maður ályktað,