Saga - 1970, Side 35
KVEIKURINN í FORNRI SAGNARITUN 33
út frá því einu, að íslenzka þjóðríkið var að ýmsu leyti sér-
stætt, og lög þess því ekki lærð af öðrum utan bókar, held-
Ur samin af Islendingum sjálfum. Auðvitað varð að taka
tillit til þeirra réttarvenja, sem þeir höfðu alizt upp við og
tileinkað sér, og ekki aðeins réttarvenja norrænna manna í
Þeirri merkingu, er Ari leggur í það orð, heldur einnig
.,austrænna“ og jafnvel sumra þeirra, er komu „vestan um
haf“, (svo að notuð sé forn norsk málvenja). Þama var
Ulfljóti „austrænum“ manni til mikils trúað og mikið á
hann reynt, enda segir svo í fornum fræðum, að hann hafi
Þurft þrjú ár til að kanna þetta mál og hugsa, og svo hafi
þurft önnur þrjú ár til að „segja upp lögin“, þ. e. semja um
Þau við íslenzka fyrirmenn og samþykkja þau og staðfesta.
„Og höfðu menn síðan ein lög á landi hér“, segir í Hauks-
hók Landnámu, og Ari tekur fram, að alþingi var sett að
ráði Úlfljóts og allra landsmanna.
Af Úlfljótslögum er sennilega litið til í upphaflegri
wynd, því miður. Að efni til mun Hauksbók (úr Styi'mis-
hók) þó fara nokkuð rétt með þær tilvitnanir sínar til
Þeirra, sem eru í 5. og 6. lið Landnámufrásagnanna hér að
ír'Unan, m. a. um höfuðskip í hafi og baugeiða í heiðni og
;ið menn voru valdir til að geyma hofanna (og gæta eið-
anna) að viti og réttlæti. Einnig má telja víst, að Griðamál
hin fomu hafi verið í Úlfljótslögum eða fylgt þeim.1
Ulfljótslög voru þannig beinlínis sett og stíluð gegn
°öld víkinganna. Menn máttu ekki búa skip sitt í haf sem
' ikingar, ekki ógna landvættum og búendum með gapandi
höfðum og gínandi trjónum. Hins vegar töluðu þau lög
nUög til trúhneigðar manna og lögþing skyldu háð sem
helgiathafnir og guðirnir sjálfir teknir til vitnis um þing-
störf 0g eiða, sbr. einnig Griðamál. Þjóðfélagið sjálft var
feist á trúfélagslegum grundvelli og valdið lagt í hendur
-eirra, sem nánast samband höfðu rfð guðina, goðanna.
* £3agnfræðileg ónákvæmni í Hauksbók um fjórðungaskiptinguna,
m varð um 965 kemur þessu ekki við. Það er eflaust Hauki Erlends-
syn' að kenna.
3