Saga - 1970, Page 36
34
ARNÓR SIGURJÓNSSON
Sumir hyggja nafnið goði austnorrænt, og gæti það hafa
skipt máli, að Úlfljótur var „maður austrænn", en þó er
ekki víst, að forfeður okkar hafi þurft erlenda fyrirmynd
að veldi goðans.
Það var því hvorki verkefni handa sækonungum og
óeirumönnum né af þeirra völdum gert að stofna allsherj-
arríki með friðheilagt þing í brennidepli. Það hafa unnið
þeir, sem vildu koma á friði í viðskiptum manna — og tókst
það að furðu miklu leyti í þessu landi, sem víkingar höfðu
þó numið. — Skilningur Ara fróða, að Úlfljótur hafi gegnt
„lykilhlutverki“ í því starfi, er efalaust réttur. En „skiln-
ingur“ Sigurðar Líndals, að „bæði Ingólfur og Úlfljótur"
hafi aðeins gegnt „lykilhlutverki“ í þeirri viðleitni „vald-
hafa á íslandi“ „að réttlæta völd sín“ fyrir dómi síðari
sögumanna er bara leiðinlegur bamaskapur, sem tæplega
hæfir fullorðnum manni. Ef til vill er óþarft, að láta sér falla
það illa, að Sigurður Líndal búi sig á einhvers konar dans-
leik sagnfræðilegum nýtízkubúningi, stilli sér upp frammi
fyrir speglinum í okkar virðulega Skími eins og fáráð
hispursjungfrú við hliðina á druslubrúðu, sem hann hefur
búið til af Ara fróða, reki í hana olbogann og segi, að aldrei
hafi neitt mark verið á Ara takandi. Ari mun enn halda
virðingu sinni þrátt fyrir þennan leik. En er ekki neinn
skaði að Sigurði? Ýmsir, jafnvel margir, höfðu gert sér
vonir um hann.
III.
Rétt þykir að minnast einnig lítillega á smærri spá-
mennina þrjá, er nýlega sýndu sig í sjónvarpinu til að lesa
yfir þjóð okkar þá biblíulegu trú sína, að Islendingasögur
hinar fornu séu undantekningarlítið skáldsögur, helzt til
þess ritaðar að mikla þjóðina í augum útlendinga samtíma
höfundum þeirra. Eftir að fáein orð hafa hér verið sögð
um höfuðspámann þeirra söguvísinda, sem nú berast með
ungu mönnunum frá Háskóla okkar Islendinga, og skipzt
við hann skoðunum um sagnaritun Ara fróða og þeirra, er