Saga - 1970, Blaðsíða 38
36
ARNÓR SIGURJÓNSSON
skýrast, sem enn er á huldu um íslendingasögur hinar
forau.
Áður en grein er gerð fyrir þessari athugun Magnúsar,
skal ofurlítið um annað rætt, sem er nær venjulegum les-
anda nú á dögum, en gæti e. t. v. nálægt hann því að gefa
athugun Magnúsar gaum.
Síðan útgáfa Hins íslenzka fornritafélags á fornritum
okkar hófst, hefur margs konar athugun á þeim verið gerð.
Áður trúði almenningur hér á landi og margt fræðimanna
á sagnfræðilegt heimildargildi þeirra, og það var raunveru-
leg barnatrú, þó að menn gætu hugsað sér, að þar væri
um smávægilegar missagnir að ræða og sumstaðar væri e.
t. v. frá einhverju logið í blóra við sannleikann eða undir
yfirskini hans. Þó að útgefendur fomritanna hafi yfirleitt
verið hófsamir í efasemdum sínum um sannleiksgildi sagn-
anna og varasamir í grunsemdum um heimildir söguritar-
anna, hefur viðhorf manna gagnvart sannleiksgildi frá-
sagna ritanna tekið mjög miklum breytingum, bæði gagn-
vai’t sögunum í heild og einnig gagnvart hverri þeirra. Áð-
ur þóttu t. d. þær sögumar, sem af mestri íþrótt eru ritað-
ar, trúverðugastar, svo sem Njáls saga, Egils saga, Lax-
dæla, Hrafnkelssaga, enda orkuðu þær mest á lesenduma.
En er tekið var að athuga þær af kostgæfni, þóttu þær
hvað tortryggilegastar, menn fundu í þeim sams konar
rökvísi lífsskoðana „höfunda" þeirra og í skáldsögum nú-
tímans, rithöfundaærsl, trúboðun eða siðaprédikanir, jafn-
vel til andófs við ráðandi siðaskoðanir samtímans. Það olli
miklum tíðindum, þegar viðurkenndasti fræðimaðurinn um
þessar bókmenntir okkar tók sig til og ritaði heila bók til
að færa rök fyrir því, að ein sú saga, sem menn höfðu
haldið hvað sannasta, Hrafnkelssaga, mundi vera skáld-
saga frá rótum, og þau rök þóttu svo sterk, að raunveru-
lega hefur enginn treyst sér til að mótmæla þeim fræði-
lega. Þó að þessi sami fræðimaður leggi augljóslega trún-
að á fjölmargt það, sem frá er sagt í öðrum sögum, er af
þorra manna á hann litið sem boðbera þeirrar skoðunar,