Saga - 1970, Page 39
KVEIKURINN I FORNRI SAGNARITUN
37
að íslendingasögur séu skáldleg listaverk: skoðun hans á
einni sögu skal gilda fyi'ir þær allar. Síðan kom annað til:
Vegna þess að allir vita, að hann veit og kann vel og mikið
1 fræðum sínum og hefur fengið viðurkenningu fyrir það,
VJlja þeir, sem minna kunna, — jafnvel miklu minna, —
Sanga í spor hans í þeirri von, að ofurlítill geisli af því ljósi,
sem um hann leikur, megi á þá falla, og ef gæfan er með,
£eti þeir öllum óvænt allt í einu staðið undir endanum á
regnboganum, þar sem allar óskir rætast. Þetta er ekki
sagt til ádeilu á þann, sem í ljósinu stendur, — hann er
vissulega ljóssins maklegur, — heldur til viðvörunar þeim,
sem af honum vilja læra, að verða ekki fullorðnir að börn-
Um á þeirri leið sinni.
Annar er sá maður, sem á mikinn hlut að því að vekja
Þá trú hjá hinni yngri kynslóð bóklærðra manna okkar, að
Islendingasögur séu skáldskapur, — og blæs stöðugt að
glóðum þessarar trúar. Það er skáldið Halldór Kiljan Lax-
ness. Hann ber með sér, bæði í eiginleikum sínum og kunn-
attu, að þekkja betur en flestir, ef ekki allir, íslendingar
nðrir, hvað er skáldskapur, og einnig ber hann með sér
nokkuð drjúgt af því, sem þarf til þess að skilja, hvað ekki
ei‘ sagnfræðilegur sannleikur. Auk þessa hefur hann tals-
Vei't gaman af því að beita öfgum í framsetningu og njóta
Þess, að fremur einfaldir og trúgjamir menn fallist á öfg-
arnar sem óblandaðan og heilagan sannleika. Þetta hefur
onðið til þess, að ekki aðeins einn og annar, heldur undra-
niargir hafa fengið löngun til þess að verða umboðsmenn
lians sem biskups síns, „umbar“ hans, í okkar fornu fræð-
Um- Þetta er ekki sagt af ástríðu til að deila á hann, heldur
til að vara þá, sem vilja fara í slóð hans, við því að villast á
slóðinni.
Svo skal aftur vikið að þeirri könnun, sem fram hefur
farið í sambandi við útgáfu Hins íslenzka fornritafélags.
einu leyti hefur sú könnun orðið til að svipta menn
Peirri trú, að íslendingasögur gætu verið sagnfræðileg rit,
Sem treysta mætti til að bera fram heilagan sannleikann