Saga - 1970, Síða 40
38
ARNÓR SIGURJÓNSSON
einan saman. Mönnum hefur orðið Ijósari en áður lengd
þess tíma, er leið frá því, er sögurnar gerðust, þar til þær
voru ritaðar. Mönnum hefur einnig orðið það ljóst, að
sagnfræði getur ekki geymzt óbrjáluð í minni manna í 300
ár eða meir eins og kvæði eða þjóðsögur, sem sagðar eru
orðrétt kynslóð eftir kynslóð til þess að svæfa böm. Hitt
hefur aftur á móti ekki tekizt, þó að vilji hafi verið til, að
gera mönnum ljóst, að munurinn á skáldskap og sagnfræði
er stundum ekki næsta mikill, ef sagnfræðin er persónuleg
og rituð af vakandi skilningi á mannlífinu og skáldskapur-
inn er raunsönn frásögn af mannlífinu almennt og raun-
sönn lýsing á mönnunum. Stundum er munurinn mestur sá,
að í skáldskapnum er forðazt að nefna þá, sem frá er sagt,
réttum nöfnum, en í sagnfræðinni þykir það höfuðvilla að
fara ekki rétt með nöfn. Þó getur jafnvel út af þessu
brugðið, því að til er það í skáldsögum, eins og t. d. Forsyte-
sögunum ensku, að söguhetjurnar fái að halda nöfnum
sínum.
Svo er hér komið að sögu Guðmundar dýra, sem Magnús
prófessor hefur sannað, að aldrei var samin. En hann hefur
líka sannað, að safnað hefur verið til hennar bréfuni, eins
og það var þá kallað. Orðið bréf táknaði þá fáorða ritaða
frásögn eða aðra ritaða heimild. Magnús rekur efni þess-
ara bréfa hvers fyrir sig og finnur heimildannenn að
mörgum þeirra, getur sér til um aðra án þess að finna full-
nægjandi rök fyrir, en við sum bréfin ræður hann ekki að
þessu leyti. Bréfunum hefur verið safnað til þess að semja
sögu Guðmundar, en það var aldrei gert og bréfunum að-
eins raðað, og því er unnt að aðgreina þau og rekja efni
hvers bréfs fyrir sig. Þau hafa hvert sinn persónulega svip,
í þeim má finna ólík viðhorf þeirra, er hafa ritað þau eða
sagt fyrir um, hvað rita skyldi, og það er jafnvel unnt að
vita, hvort karl eða kona hefur lagt frásögnina til. Þarna
hefur verið beitt mjög svipuðum vinnubrögðum og notuð
eru á þeim tíma, sem nú er að líða, þegar safnað er mnnn-