Saga - 1970, Síða 42
40
ARNÓR SIGURJÓNSSON
kynningu af því tómstundadútli manna að safna munnleg-
um heimildum um liðna menn og atburði meðal sveitaal-
þýðu. Eeynslan af þessari söfnun er sú, að hún getur furðu
auðveldlega náð til móðuharðindanna hér á landi, en þau
voru fyrir 185—187 árum (miðað við 1970). Menn hafa
fram að þessu kunnað deili á einstaka mönnum, einkum
þeim, sem frábrigðilegir voru, frá þeim tíma, vitað um
menn, sem dóu í þeim harðindum, líka þá, er fullorðnir
voru, um uppeldi þeirra barna, er lifðu harðindin af, höfðu
þó enn fleira að segja af næstu kynslóð, er lifði fram undir
miðja 19. öld. Ef engin stórfelld breyting hefði orðið á að-
stöðu fólksins í landinu frá því um 1800 fram til þessa
dags, hefði þótt mest um það vert að bjarga frá gleymsku
minningu fyrstu kynslóðanna eftir móðuharðindin, því að
þær minningar voru í mestri hættu að glatast. Ef við ger-
um ráð fyrir því, að um 1100 hafi verið fólk mjög líkt því,
sem sveitafólk er nú hér á landi, hefur það verið mjög lík-
legt til þess að vilja bréfa sitt af hverju af því sem einmitt
hafði gerzt fyrir 80—180 árum, og upprifjunin vegna land-
námsins hefði ýtt undir það að rifja upp þann liðinn tíma.
Einmitt á þessum tíma gerast Islendingasögurnar. Því
hlýtur sú spurning að krefjast svara: Var ekki nokkuð,
jafnvel talsvert, margt af þeim atburðum og minningum
um menn, sem sagt er frá í íslendingasögum, bréfað um
1100 á sama tíma og Landnáma var fyrst rituð og Islend-
ingabók samin? Og geymdist ekki nokkuð af slíkum bréf-
um til ritunartíma íslendingasagnanna? Um þetta vitum
við ekkert nú, en nokkur ástæða sýnist til þess að spyrja,
og e. t. v. væri líka unnt að finna eitthvað, ef við kynnum
eins vel að leita og Magnús Jónsson, er hann kannaði bað
bréfasafn, er kallað hefur verið Guðmundarsaga dýra.
6. Talið hefur verið, að sumt af viðbótum þeim, er
Styrmir fróði, Sturla Þórðarson og Haukur Erlendsson
lögðu inn í Landnámabók, hafi verið ágrip af týndum ís-
lendingasögum. I útgáfu Hins íslenzka fornritafélags af