Saga - 1970, Page 43
41
KVEIKURINN 1 FORNRI SAGNARITUN
Landnámu nefnir Jakcb Benediktsson eigi færri en tíu
slíkra týndra rita getið:
Þórðar sögu gellis,
Kj alleklingasögu,
Vébjarnarsögu Sygnakappa,
Snæbjamarsögu galta,
Böðmóðssögu gerpis,
Hróarssögu Tungugoða,
Flj ótshlíðingasögu,
Ki-æklingasögu,
„Breiðfirðinga kynslóðar" Brands príors hins fróða,
Ölvesingakyns.
Þessu til viðbótar má enn nefna Gauks sögu Trandils-
sonar, sem vissulega hefur verið til, en ekki alveg víst, að
efni úr henni hafi verið tekið í síðari gerðir Landnámu,
þó að nokkrar lílcur séu til þess.
Enginn efi er á því, að þeir, er færðu efni þessara sagna
inn í Landnámabók, höfðu það í hendi. En aðeins ein þeirra,
Snæbjamarsaga galta, býr yfir töfrum hinna betri íslend-
ingasagna. Það vekur þá spurningu: Voru eklci sumar
þessar „sögur“ bara bréf eins og Guðmundarsaga dýra?
Eorfeður okkar kunnu örugg skil á bréfi og „bók“, því að
svo segir í Heilagra manna sögum um mann nokkum, að
hann „hefur lítið bréf af lífi sínu, og þó eigi skilvíst, en
i'.iandinn hefur meginbókina".1
Þetta verður ekki lengra ralcið, því að það verða spurn-
iftgar einar, þar til málið verður alvarlega kannað. En því
hefur nokkuð verið um það rætt hér, að alvarleg könnun
þess gæti orðið miklu meira virði en vefengingar án könn-
Unar á sagnaritun Ai’a fróða og fullyrðingar án athugana
°g skilgreininga á skáldskap íslendingasagna.
Að lokum skal eitt tekið fram til þess að fyrirbyggja
y^isskilning á því, sem hér hefur verið sagt um íslend-
lngasögurnar: Þó að nokkrar líkur sýnist vera til þess,
1 Michaelssaga (Heilagramannasögur I, 683, útgáfa C. Ungers).