Saga - 1970, Page 46
44
TRAUSTI EINARSSON
austan hafs, og lofthiti vai- um 5—6 gráðum lægri en nú.
Sjávarhiti á Atlantshafi var og lægri, ef til vill 4—6 gráð-
um, en nákvæmni þeirra mælinga, sem byggjast á hlut-
falli súrefnis-samsætnanna 018 og 016 í skeljmn yfir-
borðs-lífvera í sjónum, er þó í nokkrum vafa (3). Afleið-
ing þessa kulda var sú, að jurtir sem dýr héldu sig á suð-
lægari slóðum en nú. Það er m. a. til marks um slíkar
tilfærslur við upphaf ísaldartímans, að þá synti geir-
fuglinn um Njörvasund til Miðjarðarhafslanda.
Ýmsir rindar og útskagar munu hafa verið auðir hér
á landi á síðustu ísöld, og harðgerar jurtir og lægri dýr
hafa þraukað þar af fimbulveturinn. Einnig er sennilegt,
að harðgerðustu fuglar, sem nú eiga heimkjmni á heim-
skautasvæðinu, auk geirfugls, hafi fyrirfundið hér varp-
björg eða önnur heppileg varplönd á útskögum. 1 þeirra
hópi gátu verið haftyrðill og hvítmáfur og nokkrar fleiri
máfategundir. En hitt er augljóst, að allur þorri núver-
andi jurta og fugla landsins átti þá allt önnur og suð-
lægari heimkynni. Á Bretlandi stóð nær eingöngu Suður-
England út undan jökli, og á meginlandinu lá Suður-Jót-
land og Norður-Þýzkaland upp að jaðri Norðurlandajök-
ulsins mikla. Árshitamunur á íslandi annars vegar og
Suður-Englandi og Mið-Evrópu hins vegar er nú 5—6°C,
og þarna hefur verið svipað loftslag á ísöld og hér er nú.
Þar hafa þá væntanlega verið sumarheimkynni og varp-
lönd heiðafugla okkar og mófugla, anda, gæsa og fleiri
fuglategunda. Farfuglar hafa einnig þá verið farfuglar
og sótt sunnar að vetrinum.
Vatnsmagnið, sem bundið var í ísaldarjöklunum, var
auðvitað komið frá sjónum, enda stóð hann um 130 m
neðar en nú við íslaus meginlönd. Sérstök skilyrði ríktu
hins vegar við strendur þeirra landa, sem lágu undir jök-
ulfargi. Þessi landsvæði sigu, og fór það þá eftir farginu,
hvort sjór stóð hærra eða lægra við strendur þeirra
en nú. Víðast við strendur Islands stóð sjór vafalítið tals-
vert hærra en nú, en þó voru til svæði, þar sem sjávar-