Saga - 1970, Síða 48
46
TRAUSTI EINARSSON
hingað flækingar, sem hrekjast af leið í óhagstæðum veðr-
um, heldur er bæði hægt að benda á það, að frá Færeyjum
getur fugl, sem flýgur í 1500 m hæð yfir eyjunum, greint
háa, fasta skýjabólstra vfir Vatnajökli, einkenni lands,
en eigi síður er á hitt að benda, að samlíf og gagnkvæm
meðvitund er án efa í hinni lifandi náttúru. Mergð sjó-
fugla, sem sækir norður að vorinu, fer ekki óséð eða
hljóðlega fram hjá öðrum fuglum. Gæsir og endur, sem
fljúga með gargi og vængjaþyt í hópum frá Færeyjum
í norðvesturátt, draga að sér athygli annarra fugla. Og
hver svo sem frumorsök langflugs hingað er, þá er hitt
víst, að strax og hér tók að hlýna um og eftir 1930 fóru
að sækja hingað nýjar fuglategundir og suðrænni. Fjar-
lægðin og hafið var þeim engin fyrirstaða.
Þannig virðist óhætt að ganga út frá því sem gefnu,
að fuglamir fóru allra sinna ferða um eyjar Norður-
Atlantshafsins, strax og skilyrði voru fyrir þá að setjast
þar að. Flugur og fiðrildi berast með vindum milli eyj-
anna, og jurtir eru fljótar að breiðast út bæði með vind-
um, og eins sitja fræ í fiðri fuglanna, svo og í melting-
arfærum þein-a. I stórum dráttum eru það lífsskilyrðin
á úthafseyjum þessum, sem ráða því, hvaða tegundir lifa
þar, flutningserfiðleikar hafa þar minna að segja (6) þótt
þeirra gæti án efa í sambandi við sumar tegundir jurta og
lægri dýra, auk þess sem þeirra gætir auðvitað hvað
snertir hin æðri landdýr.
Á fáum árþúsundum eftir ísöld er þá náttúran hér á
landi komin í það horf, sem segja má að yrði varanlegt.
Fuglar héldu sig að vetrinum á suðlægari svæðum, en
sóttu með vorinu norður á kjör-varpstöðvar sínar. Leiðin
hefur væntanlega í öndverðu legið um Færeyjar og eyj'
araar vestan Skotlands, en smám saman styttir Islands-
fuglinn sér leið, tekur sig að mestu upp á Norður-lrlandi,
flýgur djúpt með landsýn eða sýn af skýjabökkum yfir
Skotlandi, síðan með slíka sýn af Færeyjum, og loks tek-
ur hann stefnuna á bólstra Vatnajökuls eða á Öræfajökul,