Saga - 1970, Page 50
48
TRAUSTI EINARSSON
sér einhverjar hugmyndir um landið eða löndin, sem
vetrarfuglamir sóttu til að vorinu og komu frá feitir og
með ungviði með sér að haustinu? Og álit þeirra um fjar-
lægðina hefur sennilega verið á þá leið, er ég gat um. En
þeir gátu einnig haft lærðari hugmyndir. Enskur fugla-
fræðingur hefur sagt mér, að fyrr á tímum hafi lærðir
menn deilt um það, hvort fuglamir gætu flogið til tungls-
ins. Svo „háfleygir“ hafa írar ef til vill ekki verið. En
á hinn bóginn hafa þeir án efa þekkt latnesk rit um stjömu-
fræði og um stærð jarðar og breidd á jörðinni og sam-
band breiddar og hita. Þeir mundu því álykta, að mjög
langt í norðri frá írlandi gæti varla verið um eftirsótt
varplönd að ræða.
Veigamikil rök hníga þá að því, að írar hafi snemma
haft einskonar f jarsamband við mikil lönd í norðri, og þeir
„stunduðu fyrstir manna landaleitir í norðvestanverðri
Evrópu eftir daga Pýþeasar (þ. e. 300 f. Kr.), svo að sögur
fari af“ (2) og gætu vel hafa fundið bæði Færeyjar og
ísland snemma á öldum. Skiljanlegt er þó að rústir eftir
byggð þeirra eða annarra frumherja finnist hér engar: 1
sífelldum skorti á hleðsluefni rifu íslendingar jafnan nið-
ur hverja rúst, sem nærtæk var, og notuðu efnið í eigin
hús.
En loks kemur til skjalanna skrifleg íslenzlc heimild um
veru írskra trúmanna hér á landi, þegar norrænir menn
setjast hér að. (1) Sumum fræðimönnum þykir heimildin
ekki nógu örugg, en hvað ætti að vera athugavert við
hana, þegar forfeður vorir hafa sennilega umstaflað búða-
tóftum fra og tínt allt, sem þar kann að hafa verið að
finna. Ekki efa menn, að írar voru í Færeyjum fyrir nor-
ræna byggð. Heimildir um fund íslands ganga að vísu
miklu lengra til baka, að ætla má, en eru óljósar, og heitið
ísland kemur að sjálfsögðu ekki fyrir í þeim. Landnáma
liefst á tilvitnun í Beda prest um eyland eitt, kallað Týli,
sem á bókum sé talið 6 dægra (þ. e. hér 6 sólarhringa)
sigling norður frá Bretlandi og einnig eftir lýsingu á sól-