Saga - 1970, Page 53
NOKKUR ATRIÐI VARÐANDI FUND ISLANDS 51
En tilefni og aðdragandi slíkra ferða eru varla atriði, sem
geymast lengi í minni. Þetta gerist á Víkingaöld, eftir að
Norðmenn hafa numið Hjaltland og Orkneyjar og eru
ýmist í víkingu uni lönd Kelta eða hafa setzt þar að innan
Urn Kelta. Einnig gerast norrænir víkingar málaliðar hjá
lrskum höfðingjum. Þeir hafa því beztu skilyrði til þess
sjálfir að ráða í tilveru norðlægra eyja af farfuglunum,
eða þeir fá beinar fréttir af eyjunum hjá Keltum.
Hví skyldi Garðar snúa hrakningum upp í landkönnun?
Hvað er hann að gera kringum landið í st§ið þess að hraða
sér heim? Og vel hefur hann verið búinn að vistum á
stuttri siglingu vestur til Orkneyja, að þær skyldu endast
1 rannsóknarferð kringum ísland. Voru ekki bæði Nadd-
oður og hann að leita að byggð, sem hægt væri að ræna
°g það í landi, sem þeir höfðu áður frétt um? Ekki til-
kynna slóttugir rnenn fyrirfram slíka fyrirætlun sína,
°S þegar ferðin varð árangurslaus í þeirra augum, var
heppilegast að kenna hrakningum um ferðina.
Ekki veit ég, hvort eðlilegt er að gera ráð fyi’ir, að
sögurnar um „hrakninga“ Naddoðs og Garðars hafi flogið
sem eldur í sinu um Noreg. Er ekki miklu eðlilegra vegna
hinna miklu kynna og stöðugu sambanda við Kelta að
}'eikna með, að tilvist Færeyja og Islands hafi verið allvel
kunn í Noregi? Um fyrirhyggju Hrafna-Flóka er nokkuð
rsett í Landnámu, og þess er getið, að hann fór fyrst til
Hjaltlands. Skyldi það vera nokkur tilviljun, að á skipi
hans var suðureyskur maður? Og varla fer Ingólfur í leit
að landi eingöngu eftir tilvísun hrakningamanna. Hafði
lann ekki líka Kelta með sér, þótt þeir séu reyndar kallaðir
Prælar ? Þeir Ingólfur og Hjörleifur hafa farið fyrst til
slands til að kanna nánar til búsetu land, sem talsverðar
^Ögur gengu af. Þeir láta sér nægja að hafast við í Álfta-
lrði einn vetur, og er staðurinn athyglisverður.
Hann liggur milli Papeyjar að norðan og Papafjarðar
ps Papóss að sunnan eða í miðri papabyggð, að því er virð-
lst. Voru þeir svona hittnir, bráðókunnugir leiðinni jrfir