Saga - 1970, Page 54
52
TRAUSTI EINARSSON
úthafið, að sigla beint á miðja papabyggðina, eða höfðu
þeir ekki öllu fremur með sér Vestmann eða mann, sem
þekkti leiðina og hafði átt vinsamleg skipti við Papana,
talaði mál þeirra? Völdu þeir ekki einmitt þennan stað til
þess að geta haft samskipti við þá menn, sem mest vissu
um landið? Og hvað gat verið sjálfsagðara fyrir þá en
að vingast við Papana, úr því að þeir höfðu í huga að setj-
ast fáliðaðir að í sama landinu og slá eign sinni á nokkum
hluta þess?
En hvað þá um sífelldan f jandskap milli Kelta og Norð-
manna? Hann hefur varla getað verið jafn-linnulaus og
ætla mætti af sögum um víkingaferðir og af hemaði milli
þjóðflokkanna. Saga Engla og Saxa er ef til vill ekki ófróð-
leg í þessu sambandi (9). Þeir lögðu undir sig England
með sverði kríngum 600 e. Kr., en að því loknu gerðust
þeir friðsamir bændur og lögðu niður vopnaburð, þannig
að þeir urðu síðar að kaupa sér erlent málalið til að verja
lönd sín.
Víkingaferðir Norðmanna til Skotlands og írlands hefj-
ast rétt fyrir 800 e. Kr., og þeir leggja undir sig bæði eyj-
ar og meginland á Skotlandi, frlandi og Vestur-Englandi
og stofna þar nokkur ríki á 9. og 10. öld (2). Þessi ríki
stóðu um eina öld eða í gegnum 2—3 ættliði.
Nú þótt Norðmenn kæmu ekki í neina vinarheimsókn
í fyrstu, þá standa menn ekki í sífelldum bardögum í 100
ár, þar sem föst ríkjaskipun eða þjóðfélagsskipun er kom-
in á. Kynblöndun verður fljótt milli svo skyldra þjóðflokka
sem hér er um að ræða, og vinátta tekst milli barna beggja,
sem alast upp saman eða í nábýli. Loks hljóta verzlun og
allskonar friðsamleg viðskipti að komast á í skipulegu þjóð-
félagi, þótt ekki séu allir þegnarnir af sama kynstofni.
Þannig höfðu þá Keltar og „víkingar" lifað saman 1—-3
kynslóðir, þegar norrænir menn tóku að nema ísland, og
það breytir litlu, þótt átök um stjóm og yfirráð verði milli
leiðtoga eða höfðingja og leiði að lokum til þess, að margh’
hrökklast frá löndum Kelta hingað til lands. Það þurfa