Saga - 1970, Page 55
NOKKUR ATRIÐI VARÐANDI FUND ISLANDS
53
engan veginn allt að hafa verið norrænir menn eða kyn-
blendingar, sem töluðu noiTænu, heldur gat margur horfið
úr landi af persónulegum ástæðum. Við vitum yfirleitt
ekkert um hlutfallstölu norrænna og keltneskra landnáms-
manna frá þessum slóðum. Trúlegast, að ísland hafi orðið
Ameríka þeirra tíma, land óþekktra möguleika, sem menn
af ýmsu þjóðemi leituðu til, þótt norrænir menn hafi orðið
1 niiklum meiri hluta og ráðið tungunni.
Hitt vitum við, að þegar til landnámsins kemur, eru
Keltar búnir að halda uppi siglingum hingað í allt að því
blð, ef til vill miklu lengur. Hvað er þá sjálfsagðara fyrir
nýliðana en að færa sér reynslu hinna í nyt, ráða sér vana
^enn á skip, þegar leita skyldi til hinnar fjarlægu eyju
1 úthafinu? 0g hlaut það ekki að vera auðvelt að fá menn
til slíkra siglinga ? Flóki hafði með sér suðureyskan mann,
ef við treystum sögunni, og eitthvað hefur Faxi séð mynni
stórfljóta (sem ekki eru til á Suðureyjum, Skotlandi né
írlandi) úr því hann gat hugsað sér, að Faxaflói væri ár-
^ynni. Og þá er það athyglisvert um „þræla“ Hjörleifs,
að það eru þeir, sem kunna að bjarga sér í vatnsskorti á
uthafssiglingu, menn frá votviðrasömu landi, en ekki Hjör-
leifur, fyrirliði og víkingur. Var hann svona heppinn í
rani sínu eða kaupum á „þrælunum“, að þetta reyndust
Vanir úthafssjómenn, eða var þetta ekki einfaldlega skips-
l'öfn, sem hann réð sér, en varð óvinsæll hjá? Ingólfur
hafði líka Kelta á sínu skipi, eins og Garðar hafði raunar
bka haft. Og er það ekki alveg sjálfsagður lilutur, þegar
Hrfja á heimili sitt yfir úthaf til óbyggðs lands, að ráða
vana sjómenn til ferðarinnar og kunnuga leiðinni? Varla
efur Ingólfur eða aðrir einstakir landnámsmenn haft
eila skipshöfn af vönum úthafsförum meðal heimamanna
S1nna, og vafalaust skildu mennirnir betur, hvað í húfi var,
en að þeir treystu á sauðamenn eða mjaltakonur til að
aga seglum eða vinna stöðugt önnur sjómennskustörf
a veltandi skipum yfir úthaf. Þeir voru alls ekki skyni
r°ppnari en við erum upp og ofan nú á dögum. Þeir