Saga - 1970, Síða 56
54
TRAUSTI EINARSSON
réðu sér sjálfsagt vanar skipshafnir, sem hlutu óvirðing-
amafnið „þrælar" mörgum öldum síðar, og hins mikla
þáttar, sem þær áttu í siglingum hinna fyrstu landnáms-
manna að minnsta kosti, var að engu getið.
Af ofansögðu er það ljóst, að ég hneigist að þeirri al-
gengu skoðun, að hinar rituðu heimildir eigi ekki að taka
svo bókstaflega, að ekki sé rúm fyrir nýjan skilning á inn-
taki þeima. Hinar fornu heimildir eru stuttorðar og stund-
um torráðnar. Af Landnámu er frumgerðin ekki til, held-
ur er um síðari og breyttar umskriftir að ræða. Með sam-
anburði leitast bókmenntafræðingar við að komast sem
næst frumgerðinni og þá, að talið mun, beztu heimildinni
(1). En jafnvel elzta gerð Landnámu er samin um þremur
öldum eftir landnám, og frásögn hennar hlýtur að mótast
af skilningi höfundar og samtíðar hans á orsakasamhengi
atburðanna, sem frá er sagt, jafnvel þótt gert sé ráð
fyrir, að margar helztu staðreyndir hafi geymzt vel í minni
fyrri kynslóða og heimildarmanna höfundar.
Hér við bætist svo enn, að Landnáma er að sumra dómi
ekki einu sinni hugsuð sem fyllilega hlutlaus frásögn, held-
ur sem vamarrit. Jón Jóhannesson (2) bendir á þetta og
telur hana vörn gegn níði útlendinga og þá helzt Frakka
og Þjóðverja. Má ætla, að íslenzkir skólamenn, sem sóttu
til menntastofnana í þessum löndum, hafi orðið fyrir að-
kasti sem afkomendur ræningjalýðs, er hrökklaðist á
sínum tíma til Islands. Sem svar við þessu er ættgöfgi
íslenzkra landnámsmanna sjálfra hafin til skýjanna, telur
Jón Jóhannesson, en þeir mislitu sauðir, sem slæddust
með, — það voru allt herteknir menn, þrælar.
Og enn á 12. öld voru það frambærileg rök, að þessi
þjóð væri borin uppi af ættgöfugum höfðingjum og þeirra
synir ættu jafnan rétt á við hvern sem var meðal
menntamanna á erlendri grund. Sé þetta réttur skiln-
ingur á Landnámu, skilst það, hve skarpur greinar-
munur er gerður á frjálsum höfðingjum og ánauðugum
þrælum. Einhverja þjóðfélagsstétt virðist sem sé vanta