Saga - 1970, Síða 58
56
TRAUSTI EINARSSON
Landnámu. Hvers vegna skyldu menn annars sneiða lengi
hjá landnámi á svo ákjósanlegum stað? Og svo er það nafn
Eyjanna, sem þegar kemur fyrir í sambandi við landnám
Ingólfs. írar, ekki aðeins þrælar Hjörleifs, eru kallaðir
Vestmenn í Landnámu, og var nafngift Eyjanna ólíkt eðli-
legri, ef hún var dregin af byggð Vestmanna þar, fremur
en af hinu, að þrælar hefðu verið eltir þangað. Hitt er svo
annað mál, að vel má sögnin um dráp Hjörleifs og komu
þrælanna og Ingólfs til Eyja vera rétt, einmitt ef Vest-
mannabyggð hefur verið þar fyrir. Þar gátu þrælamir séð
leið til að losna við leiðan húsbónda, og Ingólfur gat átt
þangað friðsamleg erindi við innbyggja.
En hafi þeir Ingólfur ætlað sér vestur fyrir byggðir íra,
hví lenda þeir þá miklu austar? Er ekki vatnsskortur og
ill líðan fólksins nægileg skýring á því? Við Hjörleifs-
höfða var vafalítið góður lendingarstaður, og líklega var
einnig góð lending vestan undir Ingólfshöfða. Það er ef til
vill engin tilviljun, að upp af þessum stöðum risu byggð-
irnar Dynskógar og Litlahérað; góðir lendingarstaðir gátu
vel átt þátt í þeim byggðum. Síðar eyddust þær og lend-
ingaraðstaða í jökulhlaupum, eins og kunnugt er.
Að byggðum papa með Suðurströndinni frátöldum, verða
Inn-Nesin við Reykjavík hinn fyrsti ákjósanlegi bústaður.
I eyjunum hefur verið mikill fugl, æður, geirfugl, lundi og
kría. örfiriseyjargrandinn var ágætt var, svo að örugg land-
taka var í öllum áttum í hinni fomu fjöru og uppsátri,
þar sem nú er Hafnarstræti. Bæjarstæði Reykjavíkur hlýt-
ur að vera valið vegna þessarar ákjósanlegu aðstöðu. Þvotta-
laugarnar voru mjög nýstárlegt fyrirbrigði fyrir Norður-
Evrópumenn og ekki að vita, að bústaður hefði verið valinn
í nágrenni þeirra, á Laugarnesi eða Kirkjusandi, enda upp"
sátur ekki jafn-gott þar og í Reykjavík. Mönnum kynní
fremur að hafa staðið nokkur ógn af vellandi hverum-
Af brennisteinsvetnislyktinni gátu menn haldið, að vatnið
væri ekki heppilegt til nota, hvorki til þvotta né til baða;