Saga - 1970, Page 60
58
TRAUSTI EINARSSON
fyrstu voru þeir í vafa, hvort þetta boðaði land, en vissan
jókst með hverjum deginum, unz þeir gátu séð sjálf f jöllin,
sem voru orsök þessara skýbólstra.
Þessi saga hefur vafalaust gerzt mörgum sinnum á sigl-
ingu milli íslands, Grænlands, Færeyja og meginlanda. Það
er þekkt fyrirbrigði, að háir skýjakúfar og klakkar mynd-
ast oft yfir fjöllum og sitja þar sem fastar hettur, eins-
konar margföld upphækkun fjallanna sjálfra, er segir til
um þau úr órafjarlægð. Það er kallað svo, að fjöllin dragi
að sér skýin, en þetta fyrirbrigði gerist við það, að rakt,
en gagnsætt loft lyftir sér með vindi upp yfir fjöllin. Þar
kólnar það og rakinn mettast, meðan sérhver lofthluti er
yfir fjöllunum, en rakinn hverfur svo aftur sjónum, er
loftið steypir sér niður hlémegin og hitnar. Skýjakúfur-
inn er gerður úr nýjum mettuðum raka áveðurs, um leið
og rakinn gufar upp hlémegin, og stendur kúfurinn fastur,
þótt loftið sé að streyma í gegnum hann.
Sé sem dæmi gengið út frá 5 km háum kúf, getur sæ-
fari séð hann úr 250—280 km fjarlægð, en fugl, sem flýg-
ur í 1000 m hæð, sér hann úr allt að 400 km fjarlægð.
Fuglar, sem fljúga frá írlandi í stefnu á Öræfajökul, sjá
háfjöll Skotlands eða ský á þeim 200 km til hægri, og þegar
sleppir skýjum yfir Skotlandi, eru þeir aðeins 300 km
suðvestur af Færeyjum, svo að þar blasir við skýjakúfur.
Og um mjög svipað leyti fara þeir að sjá 5 km skýjakúf
yfir Vatnajökli. Þeir geta því í hagstæðu veðri, suðlægri
átt, haft miðanir á lönd alla leiðina. Sæfari, sem fer frá
Sogni, sér 5 km háan kúf yfir Noregi á leiðinni vestur að
Hjaltlandi. Frá 1000 m háu fjalli við Sogn eða Björgvin
ætti að mega greina Hjaltland sjálft í góðu skyggni, en
alveg sérstaklega skýjaklakka yfir því.
Nú heldur sæfari sig norðan Hjaltlands og er þá ekki
nema 80 km frá því, þegar hann færi að grilla í 5 km háan
kúf jrfir Færeyjum, og siglir norðan hans. Milli Færeyjn
og Islands eru 450 km og hefur hann því óslitna skýja-
sýn af löndum á leiðinni, ef enn er miðað við 5 km hseð-