Saga - 1970, Page 62
60
TRAUSTI EINARSSON
d. að rata til baka eftir hrakninga? Raunveruleg leit að
varplöndum farfuglanna er eðlilegri hugmynd, að mér sýn-
ist. Og þá var hægt að fylgja íuglunum eftir heim aftur að
haustinu. Ég hygg að reynslan hjá mönnum hafi getað
verið lík og hjá fuglum, þeir hafi fyrst farið stytztu leið
frá Skotlandseyjum til Færeyja og svo þaðan seinna til
íslands, eftir að hafa kynnzt ýmsu, er benti til lands í
norðvestri, svo sem farfuglum, útsýni af hæstu fjöllum o.
fl. En síðar hafi írar, eftir nánari kynni af leiðinni, oft
farið hana í einum áfanga og sem beinast, og þeir kynnu
einmitt að hafa stuðzt verulega við farfuglana vor og
haust.
Síðar fá norrænir menn vitneskju hjá Keltum um Fær-
eyjar og ísland, og mér þykir mjög sennilegt, eins og áð-
ur segir, að í fyrstu hafi norrænir menn notið leiðsagn-
ar manna, sem farið höfðu leiðina og kynnzt henni. Því
það eitt skipti t. d. án efa miklu máli á þessum tímum, að
einhver af áhöfn skips bæri kennsl á landsýn; hvemig
áttu menn annars að vita, hvert þeir voru komnir, óhæfii'
til að mæla hnattstöðu?
Um aðrar aðferðir til að rata en hér hafa verið nefndar,
er allt í miklum vafa. í sambandi við Plrafna-Flóka segh'
Hauksbók, „að þá höfðu hafsiglingarmenn engir leiðar-
stein í þann tíma á Norðurlöndum“, og er þetta vafalaust
rétt. Jakob Benediktsson telur, að notkun leiðarsteins hafi
vart verið kunn í Evrópu fyrr en seint á 11. öld. Og hann
gat ekki heldur komið að fullum notum fyrr en löngu
seinna, er vitað var, hvernig segulskekkja breytist milli
íslands og annarra landa. Encyclopedia Britannica (undh'
Navigation) nefnir ekki eldri heimild um leiðarstein en
frá 1180. Hins vegar er þar ýmsan fróðleik að finna varð-
andi siglingar til foma:
Heródótus segir Fönikíumenn hafa siglt eftir Pólstjörnu
(leiðarstjörnu), og Hómer talar um að nota Stóra Bjöm-
inn til viðmiðunar. Þar segir og, að víkingar hafi sigh
eftir sól og stjömum, en að þessari stuttu athugasemd