Saga - 1970, Page 64
62
TRAUSTI EINARSSON
vita, hve hratt miðaði áfram og hve mikinn hluta leiðar-
innar þeir væru konmir á hverjum tíma, og er því raunar
mjög sennilegt, að einhverja svipaða hraðamælingu hafí
menn notað.
Þá er að minnast á sól og stjörnur. Pólstjarnan er
mjög hentug á suðlægum slóðum, þar sem nótt er dimm
að sumrinu. En á sumarsiglingum á norðlægum slóðum
var hún ekki sýnileg. Sólin var þá helzta stefnumerkið.
Hvenær sól er í hásuðri, er ekki auðvelt að sjá nema tvö-
föld nákvæm hæðarmæling komi til, svo og tímamæling,
en slíkt getum við ekki ætlað fommönnum.
Miklu auðveldara var að finna norðrið um miðnætti,
þegar sólargangur var lengstur. Og loks markast austur
og vestur sérstaklega vel af sól í hafsbrún á jafndægrum-
Slík áttamiðun hefði og getað dugað mönnum vel utan
jafndægra, ef þeir vissu, hve uppkomustaður eða sólset-
ursstaður vék mörg þvennál sólar frá austur-vestur línu
í ýmsum vikum sumarsins, svo að ekki sé miðað við ein-
staka daga. En það var einmitt þetta, sem Stjömu-Oddi
mældi með aðdáunarverðri nákvæmni í kringum 1150, að
talið er. Sú spuming vaknar, hvort þar hafi verið um
fyrstu mælingar af því tagi að ræða eða hvort Oddi hefur
verið að endurbæta einhverjar eldri reglur. En úr þvl
verður sjálfsagt ekki skorið með neinni vissu.
Hitt er augljóst, að hafi norrænir sjófarendur notað
einhverja slíka reglu, sem háð var almanaki, voru það
fyrst og fremst Islendingar eða menn, sem sigldu um út-
hafið, sem höfðu mikil not af henni og þurftu þá að hafa
nákvæmt almanak. Ef til vill er hér undirrót þess, að ÍS'
lendingar sýndu sérstakan áhuga á almanaki, sem svo
leiddi til sumaraukareglu Þorsteins surts um 960. Hlið'
stæða við þennan almanaksáhuga Islendinga er ekki þekkt
frá hinum Norðurlöndunum. Ég held, að bezta áttamið'
unin til forna hefði verið slík regla um hafsbrúnarstað
sólar í ýmsum vikum sumarsins.
Á Miðjarðarhafi hefur Pólstjarnan verið heppileg, eins