Saga - 1970, Page 68
66
EDVARD BULL
mun halda mig við þess háttar sagnfræði, sem ég hef
sjálfur mestan áhuga á, og þau svið hennar, þar sem ég
vænti markverðrar nýbreytni.
Fyrir 33 árum, 1937, hélt Halfdan Koht fyrirlestur um
„Sagnaritun í framtíðinni“.2 Niðurstaða hans var, að fé-
lagsfræði og sálarfræði myndu „móta stefnu hinnar nýju
sagnaritunar". Hann ályktaði eftir þeiiTÍ forsendu, að
sagnaritun sé í eðli sínu félagsleg athöfn í gagnkvæmum
tengslum við aðra þætti samfélagsins. Og Koht taldi það
varanlega þróunarstefnu, að vald „samfélagsins sjálfs“
yrði æ sterkara. Þess vegna þyrfti að leggja sig eftir
félagsfræðilegum skilningi. En hann taldi einnig, að hin
norræna þjóðfélagstýpa myndi vinna á og tryggja þannig
„virðinguna fyrir mannréttindum og einstaklingsfrelsi“-
— „Ég held framtíðin sé okkar, ekki ríkja alræðisstjórn-
anna.“ Þar með myndi framtíðin boða aukna áherzlu á
einstaklinginn — og sálfræðina.
En fyrir Koht líktist starf sagnfræðinganna ekki aðeinS
mynd þeirra af samfélagsþróuninni. Með því að taka betur
mið af félagsfræði og sálarfræði væri á þeirra valdi að
styrkja jákvæð þróunaröfl. Á öðrum stað sagði Koht: Það
er uppeldisviðleitni í starfi okkar.3
Ég mun taka umræðuefnið þessum sömu tökum. Þegar
ég tala um áhrif, sem ég ,,tel“ að samfélagsþróunin muni
hafa á fræði okkar, legg ég áherzlu á þá stefnu, sem ég
óska að eflist. Að lokum mun ég minnast hreinskilnis-
lega á ábyrgð starfs okkar, ábyrgð í víðara skilningi en
hinum fræðilega.
Okkur, sem komumst til manns milli heimstyrjalda,
getur ennþá hent það að gleyma, að heimurinn utan Evróp11
og Norður-Ameríku getur skipt sköpum um framtíð okk'
ar. Því gleyma þeir ekki, sem vaxið hafa úr grasi á 7-
áratug aldarinnar, og það þarf litla spádómsgáfu til
segja, að þessum heimshlutum verður á 8. áratugnum
meiri gaumur gefinn í rannsóknum en verið hefur.
Þá rekumst við á það vandamál, hvort fært sé að veita