Saga - 1970, Síða 70
68
EDVARD BULL
aðeins einn af mörgum. Það, sem nefnt er „indirect
rule“, er ekki uppfinning Lugards lávarðar; það varð til
ekki síður gegn vilja hans en að frumkvæði hans. Jafn-
vel nýlendusaga Afríku á þessari öld verður aðeins skilin
sem hluti af afrískri sögu, ekki angi hinnar evrópsku.
önnur gerð slíkra rannsókna byggir á norskum efni-
við. Þar höfum við sem dæmi prófritgerð eftir Björn Rönn-
ing, sem reyndar er ekki fulllokið, um „Sino-Scandinavian
Bank“ í Peking á árunum 1920—30. Heimildimar er hér að
finna í utanríkisráðuneytinu norska. En túlkun þeirra
krefst skilnings á ýmsum þáttum efnahagslífs og stjóm-
mála í Kína, og rannsóknin eykur aftur við þennan skiln-
ing. í ljós kemur, að þeir Norðmenn, sem við sögu koma,
hafa naumast verið annað en leppar kínverskra aðila, sem
reyndu að nota bankann til að þjóna efnahagslegum og
pólitískum markmiðum sínum. Að þessu leyti verður nið-
urstaðan hliðstæð þeirri, sem Jarle Simensen kemst að:
1 löndum, sem við erum vanir að líta á sem nýlendur eða
hálfnýlendur, hefur frumkvæði og forysta Evrópumanna
þó ekki skipt sköpum í jafnríkum mæli og sagnaritun
heimsvaldastefnunnar hefur gert ráð fyrir. Og oftar en
þeir vildu viðurkenna urðu Evrópumenn peð í innlendu tafli-
Mig langar að hnykkja á mikilvægi rannsókna, þaí
sem unnið er úr norskum heimildum. Sérstaklega á það
við um bóklausar þjóðir, að sögu þeirra verður að setja
saman líkt og raðmynd af stykkjum, sem finnast á dreif
í löndum heims. Það er á okkar ábyrgð að koma á sinn
stað þeim kubbum, sem í okkar vörzlum eru, t. d. í sögu
Afríku. Með því erum við reyndar ekki aðeins að bregða
birtu yfir sögu Afríku, heldur líka okkar eigin.
Hér er okkar verk að vinna úr skjölum trúboðsins, sem
byrja snemma á 19. öld og fjalla um starf meðal Zúlúa,
á Madagaskar, með Santölum á Norðaustur-Indlandi, síð-
ar einnig í Kamerún, Kongó og miklu víðar. Nokkuð hafa
trúboðar skrifað um sögu trúboðsins. En nauðsynlegt er,
að sagnfræðingar leggi hönd á plóginn og reyni að líta á