Saga - 1970, Page 72
70
EDVARD BULL
T. d. verða til „stéttarfélög" um víða veröld. En þetta
gamalkunna orð getur orðið meir til að flækja málin en
greiða, þar til við höfum rannsakað, hvaða hlutverki stétt-
arfélag gegnir í þjóðfélagi, sem ber sterkan svip ættföður-
veldis eins og í Japan, eða í ættflokkaskipan Austur-Afríku.
Hér liggur í augum uppi, að sagnfræðingar geta ekki
staðið einir. Við verðum að hafa af félagsfræðingunum
það gagn, sem hægt er. Það á einmitt að vera sérgrein
þeirra að sjá í réttu sambandi hina fínni þætti samfélags-
ins, þannig að hvað eina sé athugað, eins og það birtist
í hverju samfélagi. Væntanlega verður sagnfræðingiun
aðgengilegra en verið hefur að starfa með félagsfræðing-
um, og kemur þar tvennt til. í fyrsta lagi er að renna
skýrar upp fyrir félagsfræðingunum, að til að skilja sam-
félag manna þurfa þeir að þekkja sögu þess nokkuð vel-
1 annan stað eru hefðbundin rannsóknarefni þeirra að
hverfa inn í söguna, þar sem „frumstæð" samfélög, „ætt-
flokkasamfélög", eru að hverfa af sviði hins kvika lífs-
Félagsfræðingamir verða því annaðhvort að rannsaka
samfélög liðins tíma, og verða þar með eins konar sagn-
fræðingar, eða gefa sig að þeim breytingum, sem nú eru
að verða á samfélagsskipan, en það er einnig í eðli sínu
sögulegt viðfangsefni.
Hversu mjög sem við viljum beina athygli okkar að
heiminum utan Evrópu, fer ekki hjá því, að sögurann-
sóknir og sagnaritun næsta áratugar beinist áfram að
meginhluta að okkar eigin menningarheimi. Hvaða nýjai'
stefnur ætli komi upp á þessu sviði?
Ég leyfi mér að spá þremur meginstraumum: Auknum
rannsóknum á smáum samfélagsþáttum, samskiptum ald-
ursflokka og valdalausu fólki.
1 auðugu löndunum er nú hvarvetna að vakna áhugi á
smáum samfélagsþáttum, væntanlega mest sem viðbragð
gegn firringu manna gagnvart allt of margbrotnu ríkiS'
kerfi og skrifstofubáknum hvers konar. Þessi áhugi birtist