Saga - 1970, Page 73
SAGAN ANDSPÆNIS 8. ÁRATUGNUM
71
°ft sem krafa um aukið „lýðræði" á vinnustöðum, í skólum
°g meðal granna. Áhuginn kemur bæði fram hjá nýmarx-
istum og mönnum, sem meira hugsa um, hvemig fólk uni
umhverfi sínu, heldur en um valdaskiptinguna í iðnaðar-
Þjóðfélagi. Og í fræðum, skyldum okkar, sjáum við sama
ahugann. Félagsfræðingar beita nú aðferðum sínum til
rannsókna á smásamfélögum, ekki aðeins í framandi
heimshlutum, heldur líka uppi í Svörkudal,5 og þjóðhátta-
fræðingar sjá nú amboð sín og byggðarsiði í æ gleggra
samhengi við samfélagið í heild. Það er ekki mikill munur
a því, hvemig sagnfræðingur skrifar um Grunerlökka og
þjóðháttafræðingur um Válerengið.6
Ef það er rétt, að sagnfræðin muni sveigjast í sömu
att, getur það haft ýmislegt í för með sér. Frá marxísku
sjonarmiði megum við eiga von á sögulegum rannsóknum
valdaskiptingar í smásamfélögum. Þannig ætti að vera
Ulmt að komast lengra en til almennra kenninga, sem
trauðla verða færðar sönnur á, lýsa því t. d., hvemig
Verkamenn við tiltekið fyrirtæki eða ólíkar tegundir fyrir-
tækja hafa verið kúgaðir og arðrændir, og hvemig þeir
^afa barizt fyrir frelsi, ef því er að skipta. En einnig
u^egurn við vænta lýsinga á því í einstökum atriðum, hvem-
]g stjómendur fyrirtækja hafa verið háðir hver öðrum,
bönkum o. s. frv. Orð eins og einokunarfjármagn“ verður
ekki skiljanlegt, fyrr en það hefur einnig fengið áþreifan-
ega merkingu sem sögulegt fyrirbæri. Og af því leiðir,
aÖ það þarf að rannsaka bæði í víðu samhengi, þ. e. alþjóð-
ega, og jafnframt í smáatriðum við einstök fyrirtæki.
geta skjalasöfn fyrirtækja og verkalýðsfélaga lagt til
verðmætar heimildir.
En auk þess, sem unnið verður með marxísk stétta-
^jónarmið í huga, kemur einnig fleira til. Hinn nýi
ahugi á smásamfélögum opnar leiðir til að endumýja
yggðasöguna með smásæjum rannsóknum í samfélags-
®egu. Væntanlega verðum við í minna mæli en hingað
1 bundnir við „norska“ verkamenn eða „norska“ bænda-